sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ég vil þakka kærlega fyrir allar þær hamingjuóskir sem ég fékk á afmælisadaginn. Ég veit fyrir víst að ég er ekki gleymd þó ég sé langt frá heimahögunum. Nokkrir gerðust svo góðir að minnast á mig í bloggfærslum föstudagsins og veitti Addi mér þann heiður að blogga einungis til heiðurs mér þann dag. Svo stoppaði síminn ekki, sms og hringingar auk allra kommentana á síðunni minni, takk allir:)
Dagurinn sjálfur var rólegur til að byrja með. Kjartan mundi að sjálfsögðu eftir deginum og gaf mér frábært afmæliskort sem hann hafði teiknað á sól og svo mig og Styrmi. Á leikskólanum reif Sæmsi mig út jakkanum til að sjá nýja bolinn sem ég fékk í afmælisgjöf, það var nefninlega prinsessubolur að hans mati. Hsbbý var svo með Kjartan allan daginn svo afmælisbarnið var bara í fríi eftir hádegi sem var ósköp ljúft. Um sexleytið kom Eva til mín, nýkomin frá Íslandinu og gaf hún mér stóran poka af lakkrís og appelsín, mikið var ég glöð. Eftir að við stöllur höfðum liðað á mér hárið og drukkið örlítið öl mér til heiðurs var kominn tími til að fara út að borða. Malena, Johanna og Soffía komu með og Malena og Johanna gáfu mér belgískt súkkulaði. Ég fékk mér pitsu og fékk afmæliskerti á hana, stungið ofan í ólívu, tók mynd af herlegheitunum en á því miður ekki tölvu til að setja myndirnar inn í. Eftir matinn var komin tími til að fara á Three Sisters og þar hittum við fyrir Richard og Linu (sem er fyrrum au pair og er í heimsókn hér) Richard gaf mér afmæliskort svo ég hafði nóg til að halda á en þótti það bara gaman. Ætlaði að hitta Chris úr skólanum mínum, frétti daginn eftir að hann kom á Three Sisters en fann mig ekki, það er því miður ekkert símasamband þar inni. Þegar Systurnar lokuðu klukkan 1. var stefnan tekin á Subway sem er ekki matssölustaður. Þar dönsuðum við meira og ég fékk einhverjar blikkandi rósir sökum þess að ég átti afmæli. Einnig ókeypis á barinn, þetta var því hið besta mál. Á endanum lokaði Subway líka og við fórum öll heim til Richards þar sem beið mín afmæliskaka, það var sko ekki slæmt að fá afmælisköku þarna undir morgun. Svo var bara komin tími fyrir afmælisbarnið með blikkandi blóm, súkkulaði og afmæliskort að koma sér heim.

Það tekur á að vera orðin gömul og var ég töluvert þreytt á laugardaginn. Reif mig á lappir og fór til Evu og Soffíu og lagðist þar í leti. Svo var komið að því að fara á íslenskt þorrablót og við Ingibjörg mættum hressar á svæðið. Mikið var gott að fá þennan íslenska mat, hangikjötið og harðfiskurinn rann ljúflega niður við íslenskt spjall. Nokkur atriði voru í boði svo sem óperusöngur og minni karla og kvenna. Minni kvenna var allt í lagi, ekkert meistarastykki en minni karla mjög lélegt þá aðallega vegna þess að flytjandinn var ómögulegur í framsögn. Að áti loknu var komið að fjöldasöng og þótti mér ekki leiðinlegt að gaula Danska lagið, Draum um Nínu og fleira. Eftir sönginn fagra fórum við gellurnar að dansa, ég, Eva, Soffía, Ingibjörg og Habbý við tónlist, Bubba, Stuðmanna og Pálma Gunnarssonar. Ég varð fyrir því óláni að lenda í fulla leiðinlega gaurnum á svæðinu. Sá ber nafnið Snorri og er mátulegt á hann að ég nafngreini hann. Hann var öllum til ama og endaði á því að traðka á hásinininni á mér. Nístandi sársauki fór um mig alla.
Auður: "Djöfuls andskotans helvítis, fjandinn hafi það." (öskrar í áttina að Snorra)
Snorri: (Þvoglumæltur og aulalegur) "Sorrý maður, heyrðu ég verð bara að dansa við þig, þú veist, bæta þér þetta upp."
Auður: (Við það að missa vitið af sársauka) Djöfuls aumingi, fjandans ógeð, dansa ekki við rudda." (Var að ná örlitlu af virðuleikanum aftur og haltraði til sætis.) Fór svo heim stuttu seinna með þeim Habbý og Ingibjörgu og vaknaði í morgun með bólgna hásin og finn ennþá til. Ef Snorri þessi verður einhvertíman fyrir því óláni að verða á vegi mínum aftur, þá ætla ég að stilla mér upp og sparka hnitmiðað og ákveðið beint í hásinina á honum af öllum krafti sem reið Auður býr yfir. Að því búnu ætla ég að hlæja lágt en illkvittið. Jæja nóg af ljúfum dagdraumum í bili, nú skal æfa monaloga og samlestra ef gera á vel í skólanum á morgun. Svo er ég að fara að passa hann Kjartan, þau eru á fullu að vinna í nýja húsinu sem við flytjum í eftir 10 daga.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Þá er dagurinn sem við öll höfum beðið eftir kominn. Eða kannski er það bara ég sem hef verið að bíða eftir honum, spurning? Jújú ég á afmæli í dag og er orðin 22ja ára, ótrúlegt, átta mig ekki á þessu. Mitt fyrsta verk var að sjálfsögðu að opna þá tvo pakka sem voru komnir og innihélt hvorugur þeirra íslenskt nammi. Ég sem hélt að maður fengi alltaf svoleiðis þegar maður byggi í útlöndum. Ég gef þó ekki upp alla von, veit að það eru tveir á leiðinni, reyndar annar frá Austurríki. Svo er ég líka ekki alveg búin að stúta djúpupokanum ennþá.
Hvernig ætla ég svo að halda upp á daginn? Jú, þær Eva, Soffía, Malena og Johanna ætla með mér út að borða og svo á að halda út á lífið og hitta meira af skemmtilegu fólki. Ég á afmæli í dag...

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Ég er svo spennt, fyrsti pakkinn (já ég sagði fyrsti, vongóð ha;) kom áðan og mig langar svo að opna hann. Ég verð samt að bíða í tvo daga í viðbót og það er erfitt. Þreifa á honum reglulega og hristi, Mimmi hvað er í honum? Talandi um afmæli, Sæmsi kallinn átti afmæli á mánudaginn og hélt upp á daginn með því að fá gat á hausinn. Þetta er reyndar í þriðja skipti á hans 4. ára ævi sem það gerist.
Í kvöld ætla ég í bíó með Malenu og Johönnu og verður það örugglega hin besta skemmtun eins og alltaf. Ætla að segja þeim allt slúðrið frá London og reyna að komast að því hvort það hafi ekki eitthvað markvert gerst í fjarveru minni.

Ég er reyndar að rifna úr stolti og gleði og ég veit ekki hvaða fleiri lýsingarorð ég á að nota. Ég var nefninlega í skólanum í gær með öllu hinu hæfileikaríka fólkinu sem eru mörg að vinna við leiklist og við vorum öll að fara með monalogana. Lissy hefur greinilega hentað mér vel því Crispin hrósaði mér í hástert. Pásurnar voru á hárréttum stöðum, orkan mikli, skýrmælt og ég veit ekki hvað og hvað, hann endaði með að segja að þetta hefði verið langbesta frammistaða kvöldsins, roðn.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Það er kaldasta vika vetrarins núna í Bretlandi. Skilst að það sé heitt á Íslandi, veðurguðirnir eitthvað að ruglast. Þetta er líka svolítið skrítið þar sem að það eru tvær vikur síðan það fóru að koma blóm og manni leið eins og blessað vorið væri að koma. Það verður bara að hafa það, ég er auðvitað Akureyringur og því kuldanum vön.
Fór vitanlega í skólann í gær og gerði ýmsar gloríur, meðal annars að leika stóran skógareld sem síðan var slökktur með tilþrifum. Svo er það bara monaloginn í kvöld, ég er engin önnur en Lissy úr Hroka og hleypidómum. Við Dana þurfum svo að fara að æfa samlesturinn, held við fáum eitthvað að vinna með hann í kvöld. Við í skólanum ákváðum í gær að fara á annan söngleik. Nefninlega Chicago þann 10. mars og er það söngvarinn í Wet wet wet sem er í aðalhlutverki.

Gleymdi alveg að segja frá nokkru úr Londonferðinni. Til dæmis öllum gaurunum sem ég skar vingjarnlega á háls á Zoo bar. Við stelpurnar höfum aldrei orðið fyrir eins miklu áreiti og einmitt þetta kvöld. Þeir voru e-ð að dansa og klípa okkur til lítillar ánægju. Fyrst var ég bara að gefa stelpunum merki með því að renna fingrinum eftir hálsinum á mér en þegar lengra leið á kvöldið var ég farin að snúa mér við, horfa beint í augun á viðkomandi og draga fingurinn hægt og ógnvekjandi eftir hálsinum á mér. Þetta virkaði ansi vel held ég, við stelpurnar hlógum allavega mikið að þessu daginn eftir. Það var reyndar einhver brjálæðingur þarna (fyrir utan mig) sem reyndi við Soffíu og það endaði með því að hann vildi fá hana út til að slást við sig. Vitum ekki alveg hvað gerðist en Soffía var reyndar saklaus í það skiptið. Svo var líka ansi fyndið þegar við fórum inn á Zoo í fyrsta skiptið, þá var Brynja spurð að aldri, hún var ekki ánægð, öskraði á eftir gaurnum "I am 22." Ooo það var svo gaman í London:)

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ég skreið inn um dyrnar heima hjá mér um ellefu í gærkvöldi eftir alveg hreint magnaða Londonferð. Tvær 5 tíma lestarferðir voru alveg þess virði til að hitta stelpurnar frábæru. Ekki spillti sú staðreynd að ég skemmti mér svo vel bæði á miðvikudags og fimmtudagskvöld að mér fannst þetta eins og 4. daga helgi.

Ég og Malena eyddum miðvikudagskvöldinu á hinum víðfræga Loyds bar. Þar var líka þessi ágæti barþjónn að vinna. Sá blikkaði mig í sífellu og heimtaði að ég fengi mér tvöfaldan drykk í staðinn fyrir einfaldan. Svo lét hann mig borga fyrir einfaldan og bjórinn fékk ég nánast ókeypis. Hef ekki hugmynd um hvað var í gangi en Malena var á því að senda mig alltaf á barinn. Ég mátti ekki heyra á það minnst enda ekki ýkja hrifin af fleðurlátunum.
Kvöldið eftir var svo komin tími til að fara í leikhúsið og var Soffía fylgdarmaður minn. Það var alveg ótrúlega gaman þó svo að Jesús hafi sungið alltof hátt uppi. Soffía var reyndar fyrir vonbrigðum þar sem Júdas var veikur en sá er leikinn af síðustu júróvísjónstjörnu þeirra Breta. Það kom þó ekki að sök þar sem þessi Júdas var geislandi af leikgleði og krafti eins og reyndar allir leikararnir og ég var brosandi hringinn þegar ég kom út. Við Soffía fylgdum svo krökkunum úr skólanum á barinn. Ætluðum að vera í hálftíma en enduðum á að vera í tvo tíma spjallandi við Chris og Mel. Það var svo afskaplega gaman hjá okkur, ég fór meðal annars að slá um mig á þýsku og frönsku við Mel sem kann óvart bæði tungumálin betur en ég. Já Soffía mín, takk fyrir skemmtilegt kvöld.

Þá var komið að því. London var það heillirnar mínar og upp í lestina steig ég og drap tímann með því að æfa monaloginn minn sem ég á að flytja í þessari viku. Fólkið í lestinni horfði svolítið undarlega á mig en það er allt í lagi, leikarar eru skrítið fólk. Þegar ég kom tóku stelpurnar á móti mér með faðmlögum og truntuskap. Truntuskapur og ljótt orðbragð ásamt skítugu hári var einmitt þema ferðarinnar;) Við fórum út að borða strax og ég kom á Garfunkels sem ég mælti með. Ég var líka ansi ánægð með mig að þekkja til og sló um mig með fróðleik svo stelpunum þótti nóg um. Við tókum þetta kvöld bara rólega, Ásta greyið var eitthvað slöpp en við hinar blöðruðum langt fram á nótt.
Laugardagurinn fór svo í smá menningarlegaheit. Skoðuðum borgina og höllina og svona í kuldanum. Svo var eftir mikla leit og vesen haldið í Tesco og keypt svolitla mjólk. Loksins komumst við svo á McDonalds sem bar nafnið M í þessari ferð. Það var þvílík sæla að ég hef sjaldan vitað annað eins. Að því loknu var haldið á hótelið með mjólkina og við tókum okkur til á djammið. Engin af okkur fór í sturtu því sturturnar voru svo ógeðslegar. Svo var drukkið og spjallað og tekið fullt af asnalegum myndum. Við vorum komnar út klukkan 10 sem er þessi fíni tími í Bretlandi. Fórum að leita að ákjósanlegum stað til að skemmta okkur á og viti menn. Allt í einu rákumst karl nokkurn sem var með lista yfir ákjósanlega staði. Ég rak strax augun í eitt nafn, Zoo bar. Já þökk sé Tinnu og skemmtilegum lýsingum hennar á þessum bar þá ákváðum við að þetta væri málið. Og takk so mikket Tinna mín. Þetta var svo ólýsanlega gaman að það er ekki venjulegt. Tónlistin var frábær og við dönsuðum stanslaust í fjóra tíma. Svo var rosaleg þjónusta á klósettunum. Þarna var kona sem sá um að sprauta sápu á hendurnar manns og rétta manni bréfþurrkur og ég veit ekki hvað. Svo var hægt að sprauta á sig ilmvatni eða hárfroðu eða varalit og ég veit ekki hvað fyrir 50 pens. Þetta var svo gaman, Soffía okkar ákvað að ganga rollu í móðurstað í framtíðinni, sú ber nafnið Surtla. Það var Burger King á leiðinni heim og svo var sofið í þá fáu tíma sem eftir voru þar til við þurftum að tékka okkur út.
Já það var svolítið þreyta í okkur á sunnudeginum. Okkar fyrsta verk var auðvitað að fara á M-ið og var það ansi ljúft. Við vorum allar voðalega sætar þennan dag, Soffía með hárband til að það sæist minna hvað hárið á henni var skítugt, við hinar hefðum þurft eitthvað svipað. Við eyddum dágóðum tíma í bókabúð og HMV og enduðum á að setjast niður og fá okkur kók. Allan daginn sagði einhver af okkur "Oh, það var svo gaman í gær." og hinar tóku undir. Að lokum var komið að kveðjustund og voru stelpurnar svo elskulegar að fylgja mér á Kings cross. Ég var með djúpupokann minn í nesti, frábær afmælisgjöf frá stelpunum og þær hjálpuðu mér ekkert svo mikið að borða hann;) Þetta var bara frábær ferð og vil ég þakka stelpunum fyrir allt. Ástu fyrir að finnast allt sem ég sagði fyndið, Brynju fyrir að nenna að blaðra við mig endalaust og Soffíu fyrir að vera besti M vinur í heimi. Takk fyrir mig.

Beygla vikunnar er Eva, aftur, þar sem hún fékk óvart flensu og þurfti að vera viku lengur á Íslandi. Svo er það skóli í kvöld, best að koma sér í gírinn.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Það er bara orðið vika síðan ég settist hér síðast við skriftir. Glæsilegur árangur verð ég að segja og er ég mjög stolt. Það hefur svo sem ekkert gríðarlega merkilegt drifið á daga mína síðustu vikuna. Var mikið heima um helgina og hafði það rólegt. Soffía kom til mín á laugardagskvöldið, ég var ein heima og við átum pitsu og horfðum á BAFTA verðlaunin. Mikið var ég stolt að vera Íslendingur í Bretlandi þegar hún Valdís hreppti verðlaunin fyrir bestu klippinguna.

Kjartan hefur verið spurull eins og vanalega. Meðal annars hefur hann verið að reyna að skilja þessi flóknu giftingarmál. Einhverra hluta vegna komst hann að þeirri niðurstöðu að hann hefði gifst mér þegar hann sá mig á flugvellinum og var að eigin sögn voða lucky.
Ekkert getur fengið Kjartan af þeirri hugmynd að Styrmir ætli að flytja með okkur í nýja húsið og þýðir ekkert að reyna að segja honum að hann ætli bara að koma í heimsókn. Nei hann Kjartan er sko með þetta alveg á hreinu og dreymir um að þeir verði í fótbolta og feluleik alla daga.
Kjartan hefur líka verið að hugsa mikið um hvað deyja sé og finnst honum þetta mjög torskilið. Meðal annars hefur hann spurt mig hvort hann eigi eftir að deyja einhvertíman. Það þýðir auðvitað ekki að eyða svona tali svo ég tók hann alvarlega og svaraði eftir bestu getu. Ég talaði um að þegar fólk væri orðið rosalega gamalt, gæti ekki gengið eða leikið sér neitt þá myndi það deyja og fara upp í himininn. Þar væri rosalega gaman og þá yrði maður alveg frískur aftur og gæti spilað fótbolta við vini sína og fjölskyldu. Kjartani leist hreint ekki illa á þetta. Hann talar þó mikið um langafa sinn sem er dáinn og segist hann vera leiður yfir að hafa aldrei séð hann. Ég sagði honum að hann hefði séð mynd af honum svo hann þyrfti ekki að vera leiður. Sá stutti hugsaði sig um smá stund og sagði svo "En ég langar að sjá hvernig hárið hans aftan á er" þarna sá hann alveg við mér.

Skólinn var á sínum stað síðustu tvo daga og nú er ég komin með helling af heimavinnu fyrir næstu viku sem er hið versta mál þar sem ég er með pakkaða dagskrá framundan. Í gærkvöldi gerðum við svolítið skemmtilegt verkefni, við vorum tvö og tvö saman og annað okkar átti að segja hinu frá einhverri manneskju sem við þekkjum mjög vel. Ég valdi hana Ragnheiði mína og hafði hálftíma til að segja allt um hana. Hvernig hún lítur út, fjölskylda, vinir. Hvernig persóna hún er, hvernig hún bregst við hlutunum. Og umfram allt hvernig ég og hún erum þegar við erum saman, um hvað tölum við og svo framvegis. Að þessum hálftíma liðnum þurfti sumsé Fiona að leika Ragnheiði og ég lék mig. Þetta var svo fyndið, sérstaklega þegar hún var að reyna að bera fram nafnið á kærastanum sínum (Egill) Æit var útkoman. Við lékum að við værum í Bakaríinu við brúna að fá okkur pitsu. Mér fannst Fiona ekki ná Ragnheiði alveg nógu vel enda kannski ósanngjarnt að ætlast til þess þar sem hún hefur aldrei hitt hana. Þetta var allavega mjög skemmtilegt og fannst fólkinu alveg nóg um þessi íslensku nöfn sem komu upp í samtalinu, Ninna, Sindri, Auður, Ragnheiður, Egill, Styrmir, Akureyri, Reykjavík, Menntaskólinn. Af einhverjum ástæðum eru allir mjög áhugasamir að koma til Íslands núna til að smakka vatnið og fara í Bakaríið og fá sér pitsu:)

Í kvöld ætla ég út með Malenu. Þetta er orðið fastur liður á miðvikudagskvöldum hjá okkur, ætluðum reyndar í bíó en það er ekki byrjað að sýna myndina. Ætli við höldum þá ekki áfram að prófa okkur áfram í kokteilum á ódýra pöbbnum. Svo er það annað kvöld, þá ætla ég og Ingibjörgm (eða Soffía, ef það er of mikið að gera hjá I í vinnunni) á Jesus Christ Superstar með "krökkunum" úr skólanum. Það verður frábært, ætlum að hittast á pöbb klukkutíma fyrir sýningu.
Síðan er komið að því, föstudagur og London beibí. Ég hlakka svo mikið til að hitta þær Ástu, Brynju og Soffíu, þær verða knúsaðar í bak og fyrir. Afmælisbarn föstudagsins er svo elsku Inga mín en hún er að verða 18 ára eins og ég viku seinna;) Vona að Inga eigi alveg frábæran afmælisdag með Lilju og Jóni og öllu þessu fólki þarna í Austurríki.
Talandi um afmælið mitt, ég verð svolítið ein og yfirgefin hér í Ediborg svo fólk má vera svo vingjarnlegt að senda mér kort. Ég fæ líka aldrei póst svo það yrði frábær tilbreyting. Þeir sem nenna því ómögulega verða að sjálfsögðu að senda tölvupóst eða sms, annars verð ég voða leiðuð stðákuð (eins og Kjartan myndi segja) Heimilisfangið mitt verður þetta hérna í 3. vikur í viðbót: Auður Stefánsdóttir, 27 Darnelll Road, Edinburgh, EH5 3PQ Scotland. Já og símanúmer eru: GSM: +447840358100 og heimasími 00441315523532. E-mail er ausa83@hotmail.com. Og þar hafið þið það. Ég reikna ekki með að ég bloggi fyrr en ég kem frá London svo ég segi bara góða ferð við sjálfa mig.
P.S. Beygla vikunnar er Eva því hún er á Íslandi.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Að vera leikari er góð skemmtun.. en það er líka það erfiðasta í heimi. Vorum öll hjá Justin í gær og hann fræddi okkur um ferlið frá byrjun, þvílíkt og annað eins. Maður byrjar á því að reyna að komast inn í skóla, þeir eru út um allt Bretland og verður maður vitanlega að punga út fyrir ferðakostnaðinum. Auk þess þarf maður að borga fyrir að fá að fara í prufu á hverjum stað. Að sjálfsögðu er ólíklegt að maður komist inn fyrsta árið svo ég tali nú ekki um ef maður er kona. Það vill svo skemmtilega til að þeirt taki inn færi konur en karlmenn. Ástæðan er sú að það eru miklu færri hlutverk fyrir konur, ætla ekki að fara nánar út í það þar sem það kemur mér bara í uppnám. Einnig getur verið að þeim finnist þú fullkomin en eru þegar komnir með þína týpu.
Ef maður er svo heppin að komast inn í skóla kannski á öðru eða þriðja ári taka við þrjú skemmtileg og erfið ár. Einnig er mjög dýrt að stunda nám við slíka skóla. Þegar maður útskrifast byrjar vinnan, skrifa og hringja í umboðsmenn og leikstjóra og bjóða þeim að koma og sjá mann, ef maður er heppin koma nokkrir. Svo er að ná sér í umboðsmann sem er mjög mikilvægt og hann reynir svo að úvega manni störf. En það þýðir ekki að treysta alfarið á umboðsmanninn. Það þarf stanslaust að vera hringja og skrifa og senda inn CV, sækja um hlutverk, bjóða fólki að koma og sjá sig. Neitanir eru mjög algengar, raunar svo algengar að flestir leikarar eiga nóg af þeim til að veggfóðra hús með.
Þó svo að leikari sem er að byrja eigi ekki krónu verður hann að standa í miklum fjárútlátum. T.d að skrá sig hjá fyrirtæki sem getur sagt honumallt um umboðsmenn svo leikarinn verði ekki prettaður. Það kostar vitanlega, einnig að borga öðru fyrirtæki sem gefur réttindi ef leikarinn verður fyrir meiðslum á tökustað. Annars er hann réttlaus og missir hlutverkið. Svo er það þriðja fyrirtækið sem sendir lista með nöfnum þeirra sem eru að fara að gera auglýsingar, myndir og fleira og fleira. Þetta kostar allt sitt en margborgar sig að sögn Justins. Vitanlega þarf leikarinn að fara í myndatöku til ljósmyndara til að láta fylgja með CV-inu sýnu og það er enginn smáaur sem fer í það.
Justin sagði að leikari sem segðist ekki leika í auglýsingum eða sápuóperum væri annaðhvort ótrúlega heimskur eða afskaplega frægur. Peningarnir liggja á þeim markaði. Fyrir eina auglýsingu getur leikari fengið nóg af peningum til að lifa af í rúmt ár. Sápur eru mjög vel borgaðar og regluleg vinna. Umboðsmenn og leikstjórar fá áhuga á þeim leikurum sem komast í sjónvarp því þar liggja peningarnir. Þar fór hugsjón mín, ég er sumsé ótrúlega heimsk því mér finnst það ekki hið minnsta virðingarvert að leika í auglýsingum og lélegum sápum.
Að fá verkefni er hægara sagt en gert, því er best að læra að dansa, syngja, spila á hljóðfæri, sitja hest, hvað sem manni dettur í hug til að auka líkur á að fá vinnu. Því staðreyndin er að eftir eitt ár eru 60% útskriftarnema búnir að gefast upp og farnir að gera eitthvað annað. Að þremur árum liðnum eru það 80%.
Leikhús gefa aldrei mikla peninga en eins og Crispin segir "Þetta snýst ekki um peningana heldur áhugann og innblásturinn. Líf leikarans er að ferðast um, flytja nokkrum sinnum á ári, sofa á gólfinu, allt fyrir listina."
Mig langar til að verða leikari:)

Ætli ég endi ekki á að þakka fyrir þær hamingjuóskir sem mér bárust í gær í tilefni þess að við Styrmir erum búin að vera trúlofuð í eitt ár:) Chris var svo elskulegur að bjóða mér á pöbbinn í gærkvöldi til að fagna, skál!

mánudagur, febrúar 07, 2005

Það verða strengir á morgun, þökk sé Crispin. Hann var svo elskulegur að láta okkur spretta í hálftíma, gera 100 armbeygjur og billjón magaæfingar auk hræðilegra hnébeygja. Ég hefði nú kannski átt að sleppa svona helmingnum af þessu sökum hné- og bakvandamála en var aðeins of kúl. Leikari verður að halda sér í formi, höfum það á hreinu. Missti þó kúlið þegar ég fékk vatnssopa hjá Dönu, þetta var í brúsa svo ég átti von á keyptu vatni en þetta var þá úr krananum. Gretti mig rosalega og kyngdi með herkjum, viðstöddum til skemmtunar, ætli þeir haldi ekki að um íslenska stæla sé að ræða.
Þetta var samt hið ágætasta kvöld, í tímanum hjá Anne áttum við að koma eitt og eitt og segja ævintýri og við hin áttum að leika fjögurra ára hlustendur. Ég taldi mig nú ansi góða í þessu, enda vön að vera með tvo á þeim aldri. Svo erum við Dana búnar að ákveða að nota Oscar minn Wilde í dialoginn okkar, ætlum að sjálfsögðu að taka Earnest Lilja mín. Við ætlum að setjast yfir þetta á pöbbnum á morgun eftir skóla, eigum eftir að ákveða hvor er hvað, Gwendolin og Cecily.

Partýið hjá Richard var skemmtilegt framan af en svo snérist það að messtu leyti upp í vitleysu, meðal annars af því að Svíinn Jonas er svo leiðinlegur. Soffía hætti alveg við að koma þegar hún frétti að hann væri á svæðinu. Einnig eyddi ég parti af kvöldinu í að þurrka tár, þó ekki mín eigin en eitthvað áttu sumar af stelpunum mínum bágt. Því enduðum við á að fara ekkert út og ég var komin heim um þrjúleytið.
Á laugardaginn held ég að ég hafi innbyrgt sirka 8000 kaloríur. Fór til Soffíu upp úr hádegi og við fengum okkur pitsu og kók og horfðum á Secret Window. Seinna um daginn kom Eva líka og við enduðum á að gista hjá Soffíu, það þýddi ekkert minna en McDonalds í kvöldmatinn, kók, helling af nammi og snakki. Þar sem við gátum ekki klárað átum við bara afganginn í morgunmat.
Við Eva héldum heim til mín þar sem við sátum límdar yfir nýju seríunni af OC en fórum svo aftur út til fundar við Malenu og Johönnu. Fengum okkur að borða á pöbb einum í bíóhúsinu en enduðum á að þurfa að fara út þar sem stelpurnar eru ekki orðnar 21;) Það var því úr að við fórum í bíó en vorum ansi óheppnar með val, sáum hryllingsmyndina Creep. Við vorum orðnar vel hræddar því trailerarnir voru svo afskaplega skelfandi, má þar meðal annars nefna Ring 2. En blessað Creep-ið var nú bara hallærislegtt og ekki vorum við hræddar, hafði búist við ágætis mynd þar sem að þýska leikkonan sem lék í Lolu og Bourne myndunum var í aðalhlutverki en svo virðist sem að um gúrkutíð sé að ræða hjá henni.

Þetta var að vissu leyti dagur vonbrigða þar sem ég hélt að ég væri að fara á U2 tónleika í Glasgow í júní, en komst að því að það er uppselt. Frekar svekkjandi þar sem þetta er uppáhaldshljómsveitin mín og hún er að spila í klukkutímafjarlægð með rútu. Ekki oft sem svona tækifæri bjóðast og leiðinlegt að geta ekki nýtt sér þau. Einnig er ég leið yfir að missa bæði af bollu- og sprengideginum. Er möguleiki að einhver vilji gefa mér bollur og saltkjöt þegar ég kem heim í ágúst...?

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Það var svo erfitt að vakna í morgun. Ástæðan gæti verið sú að við Malena sátum í pöbb í þrjá tíma í gær og fengum okkur pint eða tvo, eða fimm ef út í það er farið. Það var reyndar ansi gaman hjá okkur. Ákváðum að fara til Írlands saman áður en við förum heim. Og Eva vill fara til Parísar svo það er eins gott að ég fari að vinna í lottói. Við Malena skiptumst einnig á hryllingssögum, ég sagði henni frá reynslu minni af að þrífa upp eftir Sæmsa og hún sagði mér viðbjóðslega sögu af hótelinu sem hún var á í London. Sjæse bitte, ætla að vona að Ásta hafi vitað hvað hún var að gera þegar hún pantaði hótel!

Er nánast án meðvitundar af þreytu því ég var með krakkana þrjá til að verða hálfátta í kvöld. Keypti mér líka kók og súkkulaði í sárabætur og finnst mér ég eiga það skilið. Stefnan er tekin á að vera sofnuð fyrir tíu, það er eins gott að vera endurnærð á morgun fyrir partýið hjá Richard kallinum. Ég og Malena erum að íhuga að fara á karókíbar eftir partýið, ég meina það þekkir mig enginn;)

Afmælisbarn dagsins er Valur frændi. Það er alveg ómögulegt að kalla hann föðurbróður (þó hann sé það) því það hljómar eins og hann sé sextugur. Þar sem hann á enn eftir nokkur ár í fertugt fær hann því að heita "frændi" svolítið lengur. Ég skal ekki fara nánar út í aldur þinn Valur minn í virðingarskyni. Það er nú alltaf eitthvað af nemendum sem kíkir á þessa síðu.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Í skólanum síðustu tvo daga erum við búin að gera lítið annað en að nudda hvort annað. Ástæðan er sú að við erum búin að gera mikið af æfingum þar sem við þurfum að vera sveigjanleg. Til dæmis leika strengjabrúður sem var svolítið erfitt. Vorum þó öll frekar sátt við þetta fyrirkomulag, liggja bara á gólfinu og láta nudda sig í bak og fyrir. Crispin var reyndar ekki á mánudaginn því hann datt af hjóli og slasaði sig svolítið. Anne var því með okkur allan mánudaginn og kenndi okkur hvernig við þyrftum að læra að fínstilla háls, nef og munn þegar við tölum til að nota röddina almennilega. Að vísu tekur nokkur ár að þjálfa þetta upp.
Svo eru þrír úr hópnum farnir að vinna við að fara í skólana og setja upp leikrit, tækifærið sem Crispin bauð okkur. Ég hefði nú ekkert á móti því að geta nýtt mér það en svona er þetta bara.

Kjartan er allur að jafna sig á sorg sinni yfir að Styrmir sé farinn. Ég er búin að vera með þá Sæmsa síðustu daga og er það búið að vera skrautlegt. Lenti í því í gær að Sæmsi kallinn gerði smá slys út um allt baðherbergi og hef ég aldrei kúgast eins mikið. Nánar verður ekki farið út í það hérna af virðingu við viðkvæma.
Ég ætti að vera ágætlega stödd fjárhagslega í Londona þar sem Ingibjörg, Kristján og Kjartan ætla að gefa mér upp í hótelið í afmælisgjöf:) Ef einhver er með hugmynd að góðum söngleik endilega láta mig vita. Hef heyrt að Vesalingarnir sé góður, en gæti verið of sorglegur fyrir skemmtanaþyrstar samferðakonur mínar.
Við Kjartan ætlum að gleðja Evu og Sóldísi í dag með félagsskap okkar og svo ætlum við Malena að hittast í kvöld:)