laugardagur, janúar 17, 2009

Þá er maður smátt og smátt að venjast nýja hlutverkinu. Það er krefjandi og skemmtilegt í senn og mikil ábyrgð. Okkur finnst foreldrahlutverkið mjög gefandi og hlökkum til hvers dags, hver kúkableyja er hin besta skemmtun :)
Litlan er orðin 2 vikna og hefur stækkað töluvert, hún er farin að taka betur eftir og grandskoðar á okkur andlitin. Við getum ekki beðið eftir að hún fari að brosa, fallegu brosin hennar hingað til eru víst bara vindverkir;)

Mér reynist afar erfitt að byrja í skólanum, nóg að gera við að sinna heimili og barni. Faðir minn bloggaði um kúkableyjur á dögunum en um var að ræða taubleyjur af mér. Ekki skil ég hvernig þau gömlu fóru að þessu, við eigum um 50 taubleyjur sem við notum á skiptiborðið og undir ælu en erum samt alltaf að þvo og strauja, merkilegt nokk.
Ég verð nú að grobba mig af því að ég stóð við stóru orðin og léttist um tíu kíló eftir jólin, geri aðrir betur ;) Þrjú eru svo farin í viðbót því bjúgurinn fer minnkandi. Það er þó af nægu að taka og efast ég um að ég bloggi frekar um holdarfar mitt. Ég ætti samt kannski að selja hugmyndina að megruninni til Hollywood.. Eignastu barn og misstu 10 kíló á einu bretti.