laugardagur, desember 20, 2008

Það er ýmislegt búið að ganga á síðustu daga. Ekki alveg eins og ég hafði ímyndað mér síðustu dagana áður en krílið kemur. Hafði hugsað mér að eyða þeim í rólegheit. Skrifa í vefdagbókina á eftir um þessa daga.
Ég hef ekki verið dugleg að svara í síma eða sms-um, þið verðið bara að afsaka það. Get verið sofandi á hvaða tíma sólahrings og gleymi svo að hringja til baka.

Ég veit varla að jólin séu að koma, skrifa engin jólakort í ár en á næsta ári fá allir jólakort með mynd af búttuðu barni:) Jólin í ár snúast vitanlega um nýjasta fjölskyldumeðliminn en settur dagur er eftir aðeins 5 daga. Sindri er kominn til okkar og mamma og pabbi koma svo á mánudaginn. Það verður öðruvísi að halda jólin hérna heima, sérstaklega þar sem það verður enginn hamborgarahryggur (ég má ekki borða hann) en ég held það verði mjög fínt. Litla krílið byrjað að stjórna öllu og það er ennþá í bumbunni:)
Tengdó koma svo á annan í jólum og ætla að vera framyfir áramót.

Varðandi heimsóknir þegar krílið er komið er best að hringja bara. Svörum í símann ef við getum annars hringjum við til baka. Ætlum ekki að fá neinn upp á deild nema í mesta lagi foreldra okkar. Verðum vonandi ekki meira en sólahring ef allt gengur vel. Ætli ég setji svo ekki fyrstu myndina hér inn, einfaldara en barnalandssíðan. Svo það er um að gera að fylgjast spennt með. Svo fá nú útvaldir sms þegar krílið er komið:)