Nú finnst mér kominn tími á smá hrósblogg. Að vera ólétt getur tekið á og þá er ómetanlegt að eiga góðan mann. Minn hefur staðið sig ofboðslega vel og get ég ekki ímyndað mér hvernig er að vera einhleyp í þessum sporum.
Þannig hefur hann meðal annars:
*Haldið uppi hárinu þegar ég er að æla svo ég æli ekki í það
*Fært mér óteljandi vatnsglös á hvaða tíma sólahrings sem er
*Haldið sér vakandi fram á nótt til að mér leiðist ekki að vera ein andvaka
*Vaknað á næturnar til að hjálpa mér að standa á fætur og finnst það ekkert tiltökumál
*Komið með í hvern einasta sónar og mæðraskoðun
*Nuddað mig nánast daglega alla meðgönguna.
*Tekið öllum hormónasveiflum með bros á vör
*Farið með mér á öll námskeið sem eru í boði
*Er alltaf tilbúinn að tala um og við barnið
*Hrósað mér daglega
*Farið í óteljandi búðarferðir af því mig langar í eitthvað
*Tekið á sig æ meira af heimilisstörfunum eftir því sem líður á meðgönguna
*Fært mér morgunmat í rúmið
*Hringt úr vinnunni til að athuga hvernig mér líður þó hann sé bara búinn að vinna í klukkutíma
og ég gæti haldið áfram en einhverstaðar verður maður að hætta. Svei mér þá held hann sé alveg tilbúinn í föðurhlutverkið, hann hefur a.m.k. fengið ágætis aðlögun:)
<< Home