þriðjudagur, september 16, 2008

Því fækkar stöðugt fólkinu í kringum mig og því eru margir sem krílið mitt fær ekki að kynnast. Í lok ágúst kvaddi móðuramma mín, Gígja, eftir baráttu við krabbamein. Ég er enn að átta mig á því en er á leið norður aftur í jarðaför. Langafi minn varð bráðkvaddur fyrir nokkrum dögum og eru þetta því þrjú dauðsföll á um 2 mánuðum.

Á svona stundum er mikil huggun að eiga góða að, ég þakka fyrir allar kveðjurnar. Mesta huggunin er þó að bera lítið líf undir belti. Að finna spörk og pot á hverjum degi fær mig alltaf til að brosa.