Ég er hrædd um Sóla mín að það hafi ekki verið gríðarlegur kynþokki minn sem vakti öfund aðstoðarkennarans. Ég er nokkuð viss um að hann sé karlkyns og auk þess tel ég að komment hans hafi ekki verið persónuleg. Hann veit sennilega ekki einu sinni hver ég er. Því hlýtur að leynast önnur skýring á gáfulegum athugasemdunum. Látum svo þessu máli lokið.
Þessa dagana kemst fátt annað að en EM. Ég vorkenni ekki hið minnsta þeim kellingum og aumingjum sem kunna ekki að meta þessa miklu veislu. Pakkið hlýtur að geta skipt yfir á Skjá einn eða farið út að spila blak. (Þeir sem þekkja mig vita allt um álit mitt á blaki og gera sér því grein fyrir að hér er um tvöfalda móðgun að ræða. Kann þó að vera að ekki leynist mikil alvara að baki þessum orðum og því geta lesendur þurrkað tárin)
Mitt lið er að sjálfsögðu Portúgal eins og undanfarin ár þrátt fyrir að Figo, sú mikla hetja, sé hættur. Ég hef líka alltaf haft gaman að Hollandi og var unun að horfa á þá áðan spila Ítalana upp úr skónum.
Ég ætla að spá Portúgal þriðja sæti en vona auðvitað að með leikgleði sinni og skemmtilegri spilamennsu fari þeir alla leið :)
<< Home