Það kemst bara eitt að þessa dagana. Einkunnir. Ég er ekki búin að fá eina einustu og þar af leiðandi er mig farið að dreyma einkunnir á nóttunni. Síðasti séns að skila inn einkunnum í bókmenntasögu í dag og svo rennur fresturinn út í 2 fögum á föstudaginn. Ég þarf væntanlega ekki að taka það fram að ég verð svakalega pirruð ef að kennararnir virða ekki skilafrestinn, það er þó lítið annað sem ég get gert.
Annars er nóg um að vera þessa vikuna, eurovision í gær, meistaradeildin í kvöld vúhú, eurovision á fimmtudag og laugardag. Auk þess er ég náttúrulega farin að vinna, búin að fara í sumarbústað og norður í ferminguna hennar Brynju.
Áfram Man United!
P.S. Línurnar í síðustu færslu eru úr ævintýrinu um Stígvélaða köttinn :)
<< Home