mánudagur, maí 05, 2008

Upp í sveit upp í sveit,
langt, langt upp í sveit.
Þar sem hestar kindur
og beljur er' á beit.

Uppí sveit, upp í sveit,
langt, langt upp í sveit.
Ökum við og syngjum
og sólin vermir reit.

Eða kannski ekki alveg. Við Styrmir erum á leiðinni í sumarbústað í Miðhúsaskógi og ætlum að dvelja í tvo sólahringa. Með í för er gott á grillið, sviss miss, kókópöffs og harðfiskur. Mikið verður gott að slappa af í sól, rigningu eða hverju sem boðið verður upp á. Próf og dagbók búin, eitt verkefni eftir. Lífið er gott:)

P.s. vita ekki allir úr hverju þessar laglínur eru?