fimmtudagur, febrúar 21, 2008



Bara einn dagur í hið glæsilega fimmtugsafmælispartý. Af því tilefni keyptum við Inga það sem upp á vantaði, fremst í flokki er stærðarinnar gasblaðra í laginu eins og bjórglas, það er froða og allt saman. Það getur enginn sagt að það sé ekki metnaður í afmælisbörnunum ógurlegu.

Í gær bakaði ég svo um 120 skinkuhorn með dyggri hjálp frá Sólu. Ef það hefði ekki verið fyrir hana, bleikt extratyggjó og hmmm kannski skinkumyrju hefði baksturinn farið út um þúfur. Note to self, það fæst ekki skinkumyrja í 10-11. Hornin tókust a.m.k mjög vel og eru að ég held rétt um 100 eftir ;)

Hildigunnur er komin til landsins og Sögustelpurnar á leiðinni að norðan til þess eins að koma í afmælið. Mikið óskaplega hlakka ég til. Amma og afi eru líka á leiðinni með nokkra pakka að norðan en halda svo til Danmerkur að hitta litlu barnabörnin.

Hlakka gríðarlega til að hitta ykkur öll annað kvöld. Við eigum von á 50 manns ef ég man rétt:)
Fyrir fimm árum héldum við Inga líka upp á stórafmæli. Þá gerðist meðal annars þetta:

Stelpurnar gáfu óvænta gjöf sem ég ætlaði mér að sleppa að skrifa um sökum tíðra heimsókna ættingja á þessa ágætu síðu. En þá er Hrönn þessi elska búin að kjafta frá í gestabókina svo ég legg til að
amma lesi ekki næstu línur. Stúlkurnar höfðu sumsé leigt strippara. Sá ágæti drengur var með mér í grunnskóla og er ekki hærri en svo að hann náði mér og Ingu upp að höku. Sem betur fer fletti drengurinn sig ekki öllum klæðum en við grétum úr hlátri við aðfarir hans við að klæða sig úr fötunum. Ææææ!

P.s. notaði ekki bleikt extratyggjó í skinkuhornin ef þið voruð að velta því fyrir ykkur;)