föstudagur, september 28, 2007

Bloggandinn ekki alveg yfir mér þessa dagana enda er svo mikið að gera í lærdómnum. Eða hvað, Heroes, Prison break og Grey's Anatomy voru að byrja aftur. Búin að horfa bæði á Heroes og Prison break og er bara mjög ánægð. Held að þessi sería af PB verði mun betri en önnur sería, svo stendur Scofield alltaf fyrir sínu:)

Í kvöld ætlum við stelpurnar að hittast hjá Ástu til að fagna komu Soffíu og ætlar Ásta að töfra fram dýrindis máltíð handa okkur. Ég býst ekki við neinu minna en humar í forrétt, nautasteik í aðalrétt og créme brulée í eftirrétt;) Engin pressa eða neitt svoleiðis Ásta mín.

Að öðru leyt verður helginni eytt í lærdóm og í mesta lagi að horfa á Grey's og kannski Private Practice, systurþátt Grey's. Ég geri samt meira en að horfa á sjónvarp, t.d. læt ég mig dreyma um utanlandsferðir. Ég finn hvernig sporin verða þyngri og hugurinn svartari því lengur sem ég fresta þessari lífsnauðsyn. Spurning hvort maður ætti að skella sér í byrjun janúar. En hvert? Mig langar mikið til Edinborgar og Danmerkur því þar er fólkið mitt. En einnig langar mig að fara á nýjan stað, þá koma t.d. til greina Noregur og Finnland því þar eru Iva og Malena sem myndu að ég vona veita mér gistingu.

Sakna svo sætu strákanna minna:*