Þá er skólinn byrjaður aftur og með honum vaknar bloggheimurinn til lífsins. Því er ekki seinna vænna að rita eins og eina færslu. Margt hefur á daga mína drifið, til dæmis er ég flutt á Eggertsgötuna og fékk þessa fínu nágranna í kaupbæti. Brynja býr í sömu blokk og ég og svo eru Lilja og Andri í blokkinni við hliðina á mér. Ég flutti svo sem ekki ein heldur tók ég Styrmi með enda ómögulegt að skilja greyið eftir með bjöllunum og háu leigunni á Víðimelnum.
Það er ágætt að byrja aftur í skólanum, hitta fólkið aftur og reyna að drekka í sig einhvern fróðleik. Þó verður að segjast að námskeiðin virðast ekki alltof spennandi, það er að segja skyldan, ég er mjög spennt fyrir valnámskeiðinu mínu. Ég ákvað svo að halda áframa að vinna á leikskólanum með skólanum. Það er því nóg að gera.
Helgin var mjög skemmtileg, fór og hitti nýnemana í íslenskunni á föstudagskvöldið á Celtic. Þangað komu þeir eftir ferskmannagönguna og vissulega helltust yfir mig minningar frá því í fyrra þegar ég var skelkaður nýnemi. Ásta sannfærði mig um að fara í gönguna, ég ætlaði ekki að þora. Auðvitað hafði Ásta rétt fyrir sér, þarna kynntist ég góðu fólki, má þar nefna hana Álfhildi sem sannarlega átti eftir að skemmta mér í tímum og fyrir próf:) Reyndar er hún að svíkja lit núna, hún er í fjölmiðlafræðinni en hefur samt ákveðið að sitja einn tíma í viku í forna málinu mér til heiðurs;)
Síðan má ekki gleyma að nefna glæsilegan nýnema en það er hún Þórunn sem hefur hafið nám í íslenskum fræðum.
Í gærkvöldi kíktum við Mimmi svo á nágranna okkar Lilju og Andra og héldum síðan öll í innflutningspartý til Ævars og Maríu. Hjúin eru flutt á Birkimelinn og leist okkur bara vel á íbúðina sem og gambísku kjötbökurnar. Sem minnir mig á það gott fólk að við Lilja ætlum að skipuleggja Sweeney Todd partý sem haldið verður í október/nóvember, fylgist spennt með. Þátt fyrir að kjötbökurnar hafi minnt mig á ST þá hef ég engar sannanir fyrir því að innihaldið í þeim hafi verið það sama og hjá Sweewney og Lovett. En góðar voru þær.....
<< Home