Síðasta vika hefur verið aldeilis fín. Gott að komast til Akureyrar og slappa aðeins af, fara í fullt af matarboðum og fá páskaegg:) Það var líka rosalega gaman á Pöpunum og Brynja var klárlega brandari kvöldsins. Henni fannst gamli leigubílstjórinn okkar svo sætur að hún varð bara að klappa á kollinn á honum. Síðan spurði hún hann að nafni og bauðst til að borga í blíðu (reyndar bara með kossi) Fyrirgefðu Brynja mín, þú ert æði;)
Ég nenni að sjálfsögðu ekki að fara að læra, en það er ekki seinna vænna. Þrír kennsludagar eftir, gúlp (eins og segir í Andrésblöðunum)
Annars var ég að komast að því að ég er allt of góð fyrir Mimma og verð því að segja honum upp. Samkvæmt mjög svo áræðanlegu testi á netinu líkist ég mest Natalie Imbruglia, Halle Berry, Evangeline Lilly (Kate í Lost) Jessicu Alba og Helenu Christiansen.
Mimmi hins vegar líkist Bon Jovi, Jason Newsted og fullt af fleiri ljótum gaurum. Ljósu punktarnir eru Ethan Hawke og Michael Owen. Þó ekki nógu gott fyrir ofurfyrirsætuna mig, hehe;)
Að lokum, pabbi gamli er orðinn þvílíkt frægur. Farinn að koma í útvarpinu og svo birtist bloggið hans í Mogganum. Já held svei mér þá að hann sé nógu góður til að vera faðir slíkrar fegurðardísar;) Svo bíð ég bara eftir að sýslumaður gefi út handtökuskipun á hann, við celebin sko:)
<< Home