Piff, reyndi svona fjórum sinnum að blogga eftir síðustu helgi en aldrei gekk það. Skrifaði langa færslu um Söguhitting, Salka var í bænum:) og lét fylgja mjög skemmtilegar myndir úr Sögupartý. Því miður fá lesendur aldrei að lesa þetta.
Helgin verður góð, júróafmælishittingur hjá Ingu á laugardagskvöldið og svo á hún afmæli daginn eftir. Þá er líka konudagur, er spennt að sjá hvort minn maður muni eftir því...
Áfram að íslenskunördahætti. Við vorum að gera verkefni um nýyrði í beygingar- og orðmyndunarfræði og af því tilefni samdi Álfhildur mjög skemmtilega sögu sem hún birti á blogginu sínu. Hún leyfði mér af góðmennsku sinni að birta hana hér og ykkar verkefni er að giska á hvað feitletruðu orðin þýða. Have fun:)
Einu sinni var hellisveinn sem vann á skemmtistað Reykjavíkur, mikil sporunargleði hafði verið þar um kvöldið. Hann átti ekkert akald og þurfti því að ganga heim eftir erfiðan vinnudag. Hann gat þó haft gott viterni því ekki var hann að eyða ósonlaginu eins og allir hinir. Einn dag þegar hellisveinninn var á leið sinni heim ákvað hann að koma við í sjoppu því hann hafði mikla sætungsþörf eftir erfiða nótt á vaktinni. Það var svo mikið af eyrjálkum búið að reyna að sálskola hann um hina ýmsu hluti. Á leiðinni varð hann alveg brjálæðislega pirraður og gólaði eins og bjarnapi á rákafák því sjoppan var lokuð og hann varð því að sætta sig við að kaupa sér fituperu í hleifranninu... Ekki gott til að toppa kvöldið en þegar hann var búin með fituperuna labbaði hann af stað, féll fram af byggingu en varð fyrir þeirri bænsælingu að Verblaka sjálfur bjargaði honum. Þegar heim kom var hellisveinninn alveg lurkum lamaður, settist í klósettið en sturlaðist svo loks þegar hann fattaði að klósettbleðmið var búið!!!
<< Home