Eftir um tólf tíma verð ég á Íslandi aftur. Allt búið, engir tveggja hæða strætisvagnar, engin amk 200 ára gömul falleg hús, engir pintar á rúmlega tvö pund og engin Kjartan:( Ásamt ótal mörgu fleira sem ég nenni ekki að telja upp.
Þetta er búið að vera virkilega góð ferð. Náði meira að segja að versla slatta í gær og í dag. Það var mjög gaman að hanga með Malenu, öll ferðin hefur verið einn nostalgíufílingur. Í gær fórum við Malena, Sigga og Richie á Subway. Fínasta kvöld, við Malena töluðum dönsku en þess á milli var okkur hrósað fyrir skoska framburðinn sem varð meira áberandi með hverjum pintinum. Í dag fór ég svo að versla meira, auk þess fórum við Ingibjörg í Sainsburys og ég keypti ýmislegt gott, eins og te og súkkulaði og indverskar sósur. Nú er taskan mín líka örugglega 30 kíló og alveg að springa.
Var rétt í þessu að koma frá því að hitta gamla skólann minn. Það var frábært að sjá þau aftur. Sátum og töluðum klukkutímum saman. Litli Chris er meira að segja að fara að gifta sig í júní.
Ég vildi svo gjarnan vera lengur eins og Habbý bauð en skyldan kallar. Skólinn er að byrja og póstur farinn að streyma frá kennurum sem heimta að maður mæti lesin í fyrstu tímana.
Ég vildi svo gjaranan fá meiri tíma með Kjartani sem gaf mér æðislegt kort áðan. Mynd af honum í skotapilsi og svo skrifaði hann sjálfur inn í það. Ég vildi að ég hefði haft tíma til að heimsækja Bea og Boris. Vildi að ég hefði meiri tíma til að hlusta á brandarana hans Sæmsa. Hér kemur einn góður:
S: Why did the one-armed man cross the road?
A: I akm not sure...
S: To get to the second hand shop!
Ég hlakka samt líka til að koma heim og hitta ykkur öll. Orðið langt síðan, heyrumst.
<< Home