Hér er frábært að vera. Hef sannarlega ekki setið auðum höndum síðan ég kom. Vaknaði klukkan átta og fór að passa Sæmsa Palla og Helgu, rosalega gaman að sjá þau aftur. Svo virtist sem það væri gagnkvæmt. Um þrjú kom Habbý heim og þá hélt ég á útsölurnar. Keypti ekki mikið í þetta skiptið en gerði samt ansi góð kaup, úlpa og jakki fyrir 27 pund.
Habbý bauð okkur öllum í mat í kvöld, ég svelti ekki beinlínis. Svo gaf hún mér í jólagjöf matreiðslubók með Jamie Oliver svo núna þýðir lítið annað en að bretta upp ermarnar.
Í gærkvöldi fórum við Sigríður au pair á pöbb, í þeim tilgangi að fara að fá okkur pint. Enduðum á að fara á tvo pöbba og pintarnir urðu fjórir, bara betra:)
Á morgun kemur Malena mín, verð reyndar að passa fyrripart dagsins en það er í góðu lagi. Hlakka mikið til að hitta hana. Ég hef nóg að gera við að hitta fólk þar sem margir úr skólanum hafa haft samband, þetta er allt svo gaman.
Sæmsi fékk að gista hjá okkur í dag og strákarnir voru mjög spenntir, ég tók slatta af myndum af þeim. Ekkert smá sætir í alveg eins náttfötum. Þeir eru orðnir svo stórir en Kjartani finnst samt ennþá voða gott að skríða upp í til mín og spjalla um daginn og veginn. Hann hefur ótrúlega gott minni, ég held hann muni nánast allt sem ég hef sagt og gert.
Sæmsi er voða mikið fyrir brandara þessa dagana, ég fékk til dæmis að heyra þennan í dag:
S: What do you say to Van Gogh at Christmas?
A: Hmmm... Merry Christmas?
S: No (Niðurbældur hlátur) Merry Christmas and a happy new EAR!
Algjör snillingur, svo eru þeir farnir að lesa aðeins og skrifa, mjög gaman að fylgjast með þeim.
Ég fékk mjög gott tilboð frá Habbý í dag og veit ekki hvað skal gera. Hún bauð mér að borga fyrir mig breytingu á flugmiðanum, þannig ég kæmi heim fimmtudaginn 18. Lengja dvölina um fjóra daga. Mig langar það mjög en það eru bæði kostir og gallar. T.d peningar og nýja vinnan heima. Ég ætla að hugsa þetta aðeins.
Að lokum: Ég fékk engar einkunnir í dag, eins gott að það komi eitthvað á morgun, get ekki beðið mikið lengur.
<< Home