Hætt á Pálmholti í annað skipti á fjórum mánuðum. Svona er lífið, engin veit sína ævina og allt það. Ég læt mér ekki nægja að yfirgefa Pálmholt heldur hverf líka úr heimabæ mínum eins og í fyrra skiptið. Ég hlakka reyndar alveg til að fara heim þó það sé alltaf erfitt að skilja við vini, vandamenn og börn. Heima bíður mín þó karl og tengdaætt sem ég ætla að fagna nýju ári með.
Ég er búin að vera frekar svona stressuð að bíða eftir einkunnunum. Ég kíki á Ugluna að meðaltali sex sinnum á dag án árangus. Það er ekkert komið, á líka eftir að fá tvö verkefni í hljóðkerfisfræði (sem ég fæ aldrei) og tvær ritgerðir í bókmenntafræði. Þetta leggst þungt á sálartetrið, mig er alltaf að dreyma einkunnir. Einu sinni fékk ég sex, einu sinni fimm og að lokum C-. Frekar skrítið allt saman.
Ég ætla bara að flýja frá þessu öllu saman, eftir aðeins fjóra daga verð ég í Edinborg, fallegustu borg í heimi. Ég mun rölta um gamalkunnar slóðir með kakóbolla í hendi. Ég hlakka svo til:) Ég blogga væntanlega næst frá Edinborg en kveð að sinni. Nenni ekki að gera upp árið eins og svo margir gera á álíka síðum. Til þess þyrfti ég að nota heilann en hann er í frí í allavega tvær vikur enn.
Að lokum ætl ég að óska afmælisbarni dagsins til hamingju. Reginn litli frændi er orðinn 25:)
<< Home