sunnudagur, október 22, 2006

Alvöru helgi. Ég afsannaði að ég væri of gömul til að djamma með stæl. Tilefnið var auðvitað afmæli Ástu hinnar síungu og hófst fjörið í húsi hennar. Þar var nóg af skemmtilegu fólki og svakalega góð bolla. Eftir að við Andri höfðum skipst á að kenna fólkinu leiklistarleiki og allir höfðu hellt í sig var haldið niður í bæ. Það var svona meiri háttar gaman. Vorum allan tímann á Celtic og smökkuðum alls konar drykki í boði ýmissa aðila. Þar var heilinn einna ljótastur. Þegar við Mimmi vorum að labba heim samferða hinni kátu Ger, áttuðum við okkur á því að klukkan væri að verða hálf sjö. Sofnuðum því ekki fyrr en um sjö og því erfitt að vakna daginn eftir. Takk allir samdjammarar fyrir snilldardjamm.

Daginn eftir drifum við Inga okkur í gönguferð í góða veðrinu og enduðum á Vegmótum þar sem við fundum þessar líka sætu stelpur, Ástu og Brynju. Ekki varð mikið úr lærdómi þennan dag.
Þar af leiðandi lærði ég í allan dag og kvöld en gaf mér samt tíma til að fara á rómantískt stefnumót með Steinari Á næstu grösum. Verkefnavikan er loks búin og stóru verkefnunum lokið í bili. Það verður fínt að byrja aftur á venjulegum skóladegi.
Vonbrigði helgarinnar var listamaðurinn Bobba. Hún var ekki alveg að standa sig.

Þeir sem vilja sjá ósköpin geta kíkt hér
Þetta er reyndar myndasíða Ingu, svo fyrst koma myndir frá haustferð Hertz. Njótið vel:)