Eins og sjá má hef ég snarlega hætt við að hætta skrifum á síðu þessa. Er það eingöngu vegna þess að ömmu minni varð svo mikið um fregnirnar að hún varð svefnvana. Eins og allir vita er afar mikilvægt fyrir eldra fólk að fá góðan nætursvefn svo ég er byrjuð á ný.
Þriðja vikan í skólanum er liðin og var hún nákvæmlega eins og þær fyrri, endalaus stafli af verkefnum svo ekki gefst tími til að lesa í skruddunum. Því er ég komin í töluverða lesskuld í nokkrum fögum og þyki ég þó hraðlæs. Ég vonast til að ná að vinna þetta upp um helgina en tel ég afar ólíklegt að markmiðið náist. Þarf að skila verkefni fyrir mánudaginn sem að tekur óratíma. Er einmitt að því núna á meðan ég hlusta á Pink Floyd. Það gæti táknað að ég sé dóttir föður míns eða það gæti táknað eitthvað allt annað.
Ég komst óvenju lítið út í vikunni en mér tókst samt að hitta Aggið mitt tvisvar í hádeginu:) og svo var ég að koma úr lunch með Brynju vinkonu. Síðan fórum við á kaffihús á afmælisdaginn hennar Kristínar, mjög gaman allt saman. Ég verð þá að vera enn duglegri að stunda kaffihúsin í næstu viku, er það ekki Margrét? :)
Verð að snúa mér að verkefninu, Brynja systir fer alveg að koma til okkar og þá þýðir ekki að vera með nefið ofan í bókum.
Ekki gleyma að horfa á Prison Break, komnir fimm þættir í nýju seríunni. Alger snilld, veit að Lugure frændi og Agg eru á sama máli.
<< Home