Ég er misskilin rithöfundur. Það er auðvitað fínt, betra en að vera dáður rithöfundur sem er ekki eins dramatískt. Ég sumsé fékk nokkur viðbrögð við sögunni minni sem ég birti í síðustu færslu. Flestir virtust halda að ég væri að skrifa þunglyndislega frásögn um sjálfa mig. Sú var ekki raunin. Það eina sem ég á sameiginlegt með stúlkunni í sögunni er fótbrotið. (Ég er ekki með opið beinbrot samt) Það má því kannski segja að fótbrotið hafi verið ástæðan fyrir því að skáldsakapargyðjan vitjaði mín. Því miður er ég misskilin eins og ég sagði áðan, "andvarp...."
Snúum okkur að öðru. Ég er vissulega enn fótbrotin, en er búin að vera að tylla í fótinn í viku núna. Í gær fór ég í aðra myndatöku sem ég ætti að fá út úr á morgun. Eins gott að ég fái góðar fréttir. Vil fara að losna við hækjurnar og stíga í fótinn, það eru bara níu dagar í Búlgaríu.
Er búin að vera ansi dugleg að mæta í vinnuna. Fer samt alltaf bara 4 tíma á dag. Ég er ótrúlega léleg í að plasta bækur og nota hvert tækifæri til að stelast inn til barnanna. Þau eru afskaplega góð við mig, opna fyrir mig hurðir og klappa fætinum og svona:)
Styrmir útskrifaður og ég mætti ekki í útskriftina sjálfa. Hefði verið aðeins og mikið fyrir fótinn minn. En við vorum með fína veislu hjá tengdó og svo var það höllin um kvöldið. Hesta Jóiiiiii, bara gaman.
Allir í útlöndum, búið að vera frekar einmannalegt á Akureyri. Þakka fyrir HM, hef horft á þetta á hinum ýmsu stöðum. Áfram Portúgal!
Í kvöld komu sætustu frænkur í heimi, þær Hanna Karin og Hildur Heba til landsins, foreldrar þeirra komu auðvitað líka. Stefni á að hitta þær í fyrramálið, hlakka svo til:)
<< Home