Komin tími til að deila hugsunum sínum með umheiminum? Ég held það bara.
Nú fer sýningum senn að ljúka og ég er ekki tilbúin til þess. Það er búið að ganga mjög vel hjá okkur og vel mætt á allar sýningar nema frumsýningu. Ástæðan fyrir því var að þeir sem Denni bauð mættu ekki, þetta var lítið auglýst og flestir héldu að það væri uppselt á frumsýninguna. Mér leið því svolítið undarlega eftir sýninguna, hélt að svona yrði þetta. Sem betur fór hafði ég rangt fyrir mér.
Það hefur verið fullt á allar hinar sýningarnar okkar:) Á eina sýningu var meira en fullt, þurftum að bæta við stólum. Þið sem hafið af einhverjum ástæðum ekki enn séð sýninguna eruð heppin. Þið hefðuð getað verið búin að missa af henni! En fyrir ykkur er aukasýning á morgun kl. 19. Það eru fáir sem vita af því svo endilega látið orðið berast. Á þessa sýningu mætir gagnrýnandi svo það er skemmtilegra að hafa góðan sal. Ef þið eruð búin að sjá sýninguna en eruð ólm í að koma aftur má hugsanlega fella niður aðgangseyrin;) Ég er líka búin að bæta aðeins inn í atriðið mitt og fékk mikil og góð viðbrögð við því. Hefði ekki getað þetta án ykkar Sögufólk, takk, takk.
Ég get ekki kvartað yfir að mitt fólk hafi ekki komið á sýninguna. Ég get talið 15 svona í fljótu bragði sem er ekki slæmt þegar fáir vinir mínir eru á Akureyri. Það var gaman að sjá ykkur öll elskurnar.
Svo er Ævar fyrrum félagi minn líka með sýningu, á sama tíma og við. Enda erum við svarnir óvinir og keppinautar í dag...
Nei sem betur fer ekki. Sýningin hans Ævars er frábær, sýnd í Deiglunni og þið megið ekki missa af henni. Það er svo fyndið með hann Ævar. Hann er góður út í gegn en samt trúir maður honum alltaf þegar hann er að leika. Sama þó þar sé rotið illmenni á ferð. Það er vegna þess að sannir hæfileikar liggja að baki. Það eru tvær sýningar eftir að Fyrir luktum dyrum og mæli ég með að þið farið á mánudagskvöldið kl 20:30 og mætið á mína sýningu á sunnudag. Smá grín, það er enginn rígur, í alvöru!
Ég horfði á Júró heima hjá Sunnu með Sögufólki á fimmtudag og var það fínt. Fórum á Karó á eftir sem er ný og endurbætt og við Sunna enduðum á svo assgoti góðum trúnó.
Í kvöld ætla ég í mat til Hill og Kall og taka Styrmi með. Við horfum auðvitað á Júró, ég held með Finnlandi, Grikklandi og Danmark. Vúhú.
Ég bauð umsjónarhópnum mínum á leikskólanum heim til mín í vikunni. Þeim fannst það sko ekki leiðinlegt og spurðu mig spjörunum úr, eins og afhverju ég ætti svona lítið hús? Þau eru svo yndisleg. Svo sagði ein mamman við mig að sonur hennar hafi sagt upp úr þurru "Hún Auður mín ætlar aldrei að hætta." Bráðn.
Jæja, verð að hætta þessu, sé ykkur á sýningunni á morgun. En ég er ekki dreki Kristjana!
<< Home