þriðjudagur, mars 07, 2006

Loksins, ég fór í vinnuna í dag. Reyndar bara hálfan dag til að byrja með, en á morgun fer ég heilan dag. Það var svo yndislegt að sjá börnin aftur. Þau hópuðust öll í kringum mig og ég þurfti að knúsa þau öll 24 og það oftar en einu sinni. Gott að ég er með stóran faðm, samt svolítið erfitt þar sem þau vildu öll komast að í einu. Síðan eyddu þessar elskur deginum í að segja mér hvað ég væri góð og falleg og hvað þau elskuðu mig mikið:) Hvíldarstundin varð svo að knúsustund. Börn eru yndislegust. P.S. Það var reyndar líka gaman að hitta starfsfólkið.

Í fréttum er þetta helst, ég kem til Reykjavíkur um helgina, þið megið byrja að hlakka til:)
Og Hildigunnur, til hamingju með afmælið, bara orðin 22. ára, eldri en ég. Veit ekki hvort þú fékkst sms-ið frá mér svo ég óska þér bara til hamingju aftur elskan:*