fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Helgin varð ekkert svo glötuð eftir allt saman. Á laugardagskvöldið fór ég í kokteilpartý í boði Steinunnar, Adda, Kristínar og félaga. Boðið var hið glæsilegasta og kokteilarnir á mjög sanngjörnu verði. Einnig var þjónustan afbragð:) Við horfðum að sjálfsögðu á júróvísjon og virtust menn sáttir við úrslitin.
Ég ákvað svo að vera menningarleg á sunnudagskvöldinu og fór í leikhús ásamt Þórunni, Ævari og Unni. Verkið var Maríubjallan sem er dökkt, rúsneskt verk. Leikararnir stóðu sig sérstaklega vel í flestum tilfellum og var það ljósi punkturinn við sýninguna að mínu mati.

Ég mætti loks til vinnu í þessari viku og var mjög gaman að hitta börnin "mín" aftur. Júróvísjon var aðalmálið hjá krökkunum. Flestir héldu með Silvíu Nótt en sumar stelpurnar með Birgittu. Núna vilja börnin hlusta á júródiskinn alla daga og syngja og dansa með. Mestu aðdáendur Silvíu er strákarnir á elstu deildinni en þeir eru alltaf að þykjast vera Hommi og Nammi. Þeir lifa sig svo inn í leikinn að þeir hysja niður um sig buxurnar til að vera á brókinni eins og þeir...

Jæja, þá eru bara tveir dagar í afmæli og nokkrir dagar síðan fyrsti pakkinn sigldi inn um dyrnar. Hann var frá henni Malenu minni í London og ég kíkti smá. Ég lokaði honum að sjálfsögðu aftur og ákvað að gleyma því sem ég sá svo ég verði aftur hissa á afmælisdaginn. Annars er ég að verða eitthvað slöpp enn og aftur:(
Að lokum, hvað á ég að vera á öskudaginn? Vinn á leikskóla sko:)