fimmtudagur, júlí 21, 2005

Hann Harry. Ég veit ekki hvað segja skal. Segja skal sem minnst þar sem það eru fáir búnir að lesa bókina. Kannski ætti ég að vara hina við, ekki lesa bókina, þið viljið ekki vita hvað gerist... En samt jú lesið bókina, mig vantar einhvern til að tala við um gang mála.

Á morgun, gott fólk mun ég halda á vit ævintýranna í Danaveldi. Þar mun ég finna eitt stykki frábæra vinkonu og kærasta hennar og mun dvelja hjá þeim þrjár nætur. Eftir það mun ég dvelja eina nótt hjá stórskemmtilegu frændfólki mínu, þar af 2. litlum, ljóshærðum prinsessum:) Mikið hlakka ég til.

Um síðustu helgi fór ég ásamt Mimma á ættarmótið góða og var mér ekki útskúfað, að ég held. Þótti mér það all undarlegt þar sem ég var svarti sauðurinn, dökkhærð og brúneygð innan um allt þetta ljóshærða og bláeygða fólk. Þetta var frábær helgi á mjög þægilegum litlum stað í Skotlandi í félagsksaps notalegs fólks.

Greyið litli Kjartan minn þurfti svo mikið að skæla í gær af því Mimmi var að fara og "kemur aldrei aftur" (nema við skreppum í heimsókn) Svo þegar hann var búin að jafna sig á því þurfti hann að skæla heilan helling í viðbót af því hann gerir sér grein fyrir að það er stutt í að ég fari. Í dag spurði hann svo hvort hann mætti ekki koma með til Danmerkur, litli snúllinn minn.

P.S. Í neyðartilviki þá er ég með íslenska númerið mitt úti. Góða ferð ég..