U2. Þeir eru langbestir. Tónleikarnir voru magnaðir, hreinlega bara ólýsanlegir. Þvílík gæði, ljósin, tónlistin, söngurinn, allt eitt stórt VÁ. Ég var líka á mjög heppilegum stað, frekar framarlega svo ég sá vel, það var gott að þessar örfáu hræður sem voru þarna voru ekki að flækjast fyrir mér, eða um 50.000 manns. Þeir tóku öll lögin sem ég var að vonast eftir að heyra og meira til. Spiluðu í tvo og hálfan tíma án þess að taka pásu og var fullur kraftur í þeim. Lenti reyndar í allskonar veseni með að komast til og frá tónleikum en segi kannski frá því síðar. Allavega, fullkomnir tónleikar, svo var veðrið líka gott:)
Nú er Styrmir farinn aftur, þetta var bara stutt stopp hjá honum núna þar sem að hann kemur aftur í júlí, við erum að fara á ættarmót þá, hjá hans ætt. Hinsvegar er gamla fólkið hér núna ásamt litla bróður og við erum búin að bralla ýmislegt, fórum í opnum strætó með leiðsögumanni að skoða borgina og fórum líka á draugalegan stað þar sem maður fræddist um mestu glæpamenn borgarinnar og lét aðeins hræða sig. Einnig erum við aðeins búin að kíkja í búðir, risaútsalan hjá HMV hefur vakið mikla gleði hjá Si.
Í dag ætlum við svo að skoða kastalann og Royal mile og á morgun eru það hálöndin. Þar á meðal annars að kíkja á Loch ness skrímslið, hálandahöfðingjann og stað sem var notaður í Harry Potter 3 myndinni. Já og svo á að skoða umhverfið líka. Mér líður eins og túrista...
<< Home