Dagarnir líða hér í Edinborg sem og annarstaðar. Við Kjartan erum alltaf jafn góðir vinir en litli kúturinn er orðinn hræddur um að missa mig. Hann kom inn í herbergi mitt einn daginn og skreið upp í rúm til mín. Svo hann horfði hann á mig stórum augum og þetta samtal fór fram:
K: (Sorgmæddri röddu) "Hvenær ferð þú Auður?"
A: (Flóttalega) "Fer hvert, hefur einhver verið að tala um það?"
K: "Þú ferð aftur til Íslands ve ég veit."
A: (Vandræðileg) "Ja jú en það er ekki strax, bara þegar sumarið er búið, hafðu ekki áhyggjur af því."
K: (Neðri vörin farin að skjálfa ískyggilega og nokkur tár skína í gegnum ásakandi augnaráðið) "Vilt þú ekki passa mig lengur?"
Mér leið eins og illmenni undan þessari yfirheyrslu en fullvissaði hann um að auðvitað vildi ég passa hann og svo eyddi ég talinu. Ef hann hefði haldið áfram lengur hefði ég líklega lofað að vera hér í tuttugu ár til að hann tæki gleði sína á ný.
Í gær vorum við svo að skoða myndir sem ég kom með að heiman. Kjartan skemmti sér býsna vel við að nafgreina þá sem hann þekkti en skyndilega stoppaði hann við mynd af mér og starði góða stund. Ég spurði hvort honum líkaði myndin og hann sagði: "Já, þú ett voða pretty."
Ég er að verða óþolinmóð að bíða eftir að skólinn byrji. Meira en heill mánuður í frí og ég hef ekki nýtt tímann nógu vel til að æfa mig. Er líka hrædd um að ég fái Justin sem kennara á þessari önn, hann er fínn en mér líkar bara mun betur við Crsispin. Ég tek frekar undir hans hugmyndir, Justin er svolítið undarlegur. En þetta kemur allt í ljós á mánudaginn, það verður gaman að hitta "krakkana" aftur.
Hún Sóla mín hringdi í mig í gær alveg óvænt. Það var alveg frábært að fá svona símtal og yndislegt að heyra í henni. Það eru nefninlega bara nokkrir sem hringja í mig reglulega og er ég mjög þakklát þeim aðilum. Málið er að ég býst aldrei við að heyra frá neinum öðrum. Svo Sóla mín, takk fyrir að hringja:*
Síðustu vikuna hef ég haft það ágætt. Um helgina eyddi ég föstudagskvöldinu hjá Soffíu og laugardagskvöldinu hjá Evu. Soffía og ég hlustuðum á júróvísjon á netinu, maður verður nú að vera inn. Erum þegar farnar að geta sungið með íslenska laginu;) Kvöldið með Evu fór nú bara í leti og svo kom hún Malena til okkar. Horfðum á myndir á breiðtjaldinu og átum nammi.
Svo höfum við Malena verið mikið saman síðustu daga. Erum alltaf að æfa okkur að vera með sem ýktastan skoskan framburð og finnst okkur við frekar sniðugar;) Erum líka duglegar í hlutverki fátæklinga. Við erum báðar auralausar um þessar mundir en við eyðum í nauðsynjar. Förum í Sainsburys og kaupum okkur súkkulaði á 30 kr íslenskar. Svo förum við á kaffihús og höngum þar, kaupum einn kaffibolla og erum ánægðar með lífið. Líður svolítið eins og fátækum námsmanni, eða jafnvel listamanni:)
Ég ætla að fara að hætta þessu, það bíða mín skyrtur til að strauja. Hrós gærdagsins fær Richard, því hann las bloggið mitt og skyldi eitthvað í því. En tvöfalt hrós fær Andri frændi minn, 12 ára, (næstum 13) fyrir þessa færslu. Ég hvet alla til að kíkja!
<< Home