Ég varð afskaplega svöng í skólanum í gær og ég stóð mig að því að hugsa um kjötbollur. Þetta var eitt af því besta sem ég fékk þegar ég var yngri og var minnsta mál að sporðrenna 10 stykkjum. Mér þykja bollurnar enn góðar og nú þegar eru liðnir um 7 mánuðir síðan ég hef innbyrgt þær er ég farin að sakna þeirra. Frá steiktum kjötbollum með brúnni sósu og soðnum með karrýsósu fór ég að hugsa um hakkbollurnar og fiskbollurnar sem hún móðir mín býr stundum til. Já ég sakna þessa alls og greinilegt að íslenska helgin var ekki nóg fyrir mig. Það er því engin lygi að segja að ég hafi ljómað í morgun þegar ég sá að búið var að taka mat kvöldsins úr frysti. Íslenskur saltfiskur er það heillirnar mínar, þvílík veislumáltíð.
Hef lært þá lexíu að varlega verður að fara í lakkrísinn fyrir þá sem eru óvanir. Kláraði pokann frá Evu á sunnudaginn og hélt ég væri að fá hjartaáfall þvílíkur var hjartslátturinn. Eva er að reyna að ljúga að mér að þetta hafi verið eitt kíló, ég trúi því vitanlega ekki, mesta lagi 300 gr.
Að öðru leyti fínt að frétta, allt á fullu vegna tilvonandi flutninga og ég er enn ekki búin að jafna mig í fætinum. Steinunn þú getur þó verið alveg róleg, ef þú meiðir mig einhvertíman fyrir slysni, mun ég í mesta lagi bölva í hljóði, síðan mun ég brosa sársaukafullu brosi og segja að allt sé í lagi. Mér er nefninlega hreint ekki illa við þig, því er akkúrat á hinn veginn farið:)
<< Home