Í skólanum síðustu tvo daga erum við búin að gera lítið annað en að nudda hvort annað. Ástæðan er sú að við erum búin að gera mikið af æfingum þar sem við þurfum að vera sveigjanleg. Til dæmis leika strengjabrúður sem var svolítið erfitt. Vorum þó öll frekar sátt við þetta fyrirkomulag, liggja bara á gólfinu og láta nudda sig í bak og fyrir. Crispin var reyndar ekki á mánudaginn því hann datt af hjóli og slasaði sig svolítið. Anne var því með okkur allan mánudaginn og kenndi okkur hvernig við þyrftum að læra að fínstilla háls, nef og munn þegar við tölum til að nota röddina almennilega. Að vísu tekur nokkur ár að þjálfa þetta upp.
Svo eru þrír úr hópnum farnir að vinna við að fara í skólana og setja upp leikrit, tækifærið sem Crispin bauð okkur. Ég hefði nú ekkert á móti því að geta nýtt mér það en svona er þetta bara.
Kjartan er allur að jafna sig á sorg sinni yfir að Styrmir sé farinn. Ég er búin að vera með þá Sæmsa síðustu daga og er það búið að vera skrautlegt. Lenti í því í gær að Sæmsi kallinn gerði smá slys út um allt baðherbergi og hef ég aldrei kúgast eins mikið. Nánar verður ekki farið út í það hérna af virðingu við viðkvæma.
Ég ætti að vera ágætlega stödd fjárhagslega í Londona þar sem Ingibjörg, Kristján og Kjartan ætla að gefa mér upp í hótelið í afmælisgjöf:) Ef einhver er með hugmynd að góðum söngleik endilega láta mig vita. Hef heyrt að Vesalingarnir sé góður, en gæti verið of sorglegur fyrir skemmtanaþyrstar samferðakonur mínar.
Við Kjartan ætlum að gleðja Evu og Sóldísi í dag með félagsskap okkar og svo ætlum við Malena að hittast í kvöld:)
<< Home