Þá er ég komin aftur eftir gott frí á Íslandi. Þar var þemað að borða, held ég hafi ekki náð að verða svöng öll jólin. Ég hef að minnsta kosti ekki lyst á reyktu kjöti á næstunni.
Hvar skal byrja. Jú ferðalagið mitt til Íslands byrjaði með því að ég var með 7 kg í yfirvigt á Edinborgarflugvelli. Góði maðurinn leyfði mér að taka í handfarangur þessi 7 kg og bar ég þau í 2. stórum pokum. Auk þess var ég með 10 kg bakpoka, ekki létt, ég þurfti þó ekki að borga yfirvigt. Lenti svo á Stansted og hitti Tinnu og það var bara eins og við hefðum hist síðast í gær, náðum svo vel saman;) Við vorum þó frekar tæpar að ná vélinni, einhver var með yfirvigt en það reddaðist þó. Ég fékk samt rosalegt stresskast og var lengi að jafna mig en Tinna bara hló að mér. Heilar á höldnu lentum við á Íslandi, það var svo gott að heyra flugfreyjuna segja "góðir farþegar, velkomnir heim." Afi og amma tóku svo á móti mér og skutluðu mér á Reykjavíkurflugvöll, það var engin tími til að stoppa neitt. Þar beið svo Elín með appelsín í gleri og jólapakka. Loksins gat ég svo stigið upp í þriðju vélina þennan daginn, já var á leiðinni í snjóinn á Akureyri og þótti það ekki leiðinlegt. Sat við hliðina á svo ágætri gamalli konu á leiðinni, þessar 45 mín ætluðu samt aldrei að líða. En loksins, loksins lentum við. Á flugvellinum var móttökunefndin, pabbi, mamma, Sindri og Mimmi. Ég fékk næstum hjartaáfall þegar ég sá litla bróður, hann er núna bara 3 cm minni en ég og allur svo breyttur, á aðeins fjórum mánuðum. Hann er samt alltaf sama yndið þessi elska.
Dagarnir liðu við glaum og gleði, aðfangadagur með gjafirnar, var mjög ánægð með það sem ég fékk. Svo var það jóladagur með Hangikjötsboðum hjá ömmu og tengdó. Það var svo mikill snjór að Valur þurfti að ná í okkur á jeppanum, svalur frændi.
Á annan í jólum voru ég og Mimmi með teiti og í það mættu; Hrönn, Sara, Ómar, Reginn, Andri, Emmi, Sóla, Magnús, Brynja, Hildigunnur, Soffía, Ásta og Kalli. Það var mjög skemmtilegt hjá okkur og var hápunkturinn þegar Kalli hrundi niður stiga. Ég var ein af fáum sem var vitni að því svo ég fór og lék það fyrir afganginn af gestunum, Kalli kom svo að mér og fattaði strax hvað var í gangi, hehe. Svo var haldið í Sjallann þar sem Í svörtum fötum léku fyrir dansi.
Ég var töluvert í boðum, mjög gaman að hitta alla, sérstaklega litlu frænkur mínar þrjár, algjörir gullmolar.
Gamlárskvöldi eyddi ég heima hjá Mimma, bara rólegt, sötruðum freyðivín og skutum upp flugeldum.
Gamanið byrjaði svo þegar ég átti að fljúga suður á mánudaginn. Það var ekkert flogið vegna vonskuveðurs og átti ég að fljúga út á þriðjudagsmorgni. Því þurfti ég að breyta fluginu og kostaði það aðeins rúmar 20.000 krónur. Mikil gleði á mínu heimili með það. Ég komst þó á endanum og Kjartan og Ingibjörg náðu í mig á Edinborgarflugvöll klukkan ellefu á miðvikudagskvöldið. Hér er ég á ný og allt gengur sinn vanagang. Er að passa Kjartan og Sæmsa þessa stundina. Í kvöld held ég líklega til Evu og breiðtjaldsins, hún kom með einhverjar góðar myndir frá Íslandi og ég stefni á að gista hjá henni.
Að lokum. Það er ekki seinna vænna en að fara að huga að afmælinu mínu. Ég auglýsi eftir gefanda að ferð til London í febrúar þar sem Brynja og Ásta verða þar. Gæti kostað 40-50 pund, aber ja...
<< Home