Þá er Sóla bara farin. Dagarnir liðu ansi hratt hjá okkur, við glaum og gleði. Mest gaman þótti mér að fara með hana í partýið mitt og fá einhvern til að hlæja með mér að Fionu og Zoe. Það þótti Sólu líka mjög auðvelt:) Partýið var snilld. Chris kom með Karókígræjur og svo komu allir með mat og áfengi. Það var því etið og drukkið, bætt aðeins úr þurrkatíðinni. Ég gekk líka á milli og neyddi alla til að smakka flatbrauð með hangikjöti, dró fólk að borðinu og horfði á það borða. Allir létu auðvitað eins og þetta væri himneskt en grettu sig í laumi;) Þegar líða tók á kvöldið voru allir farnir að syngja og dansa og svo var auðvitað trúnó í gangi. Ætluðum nokkur í annað partý hjá Ainsley en það reyndist búið svo við snérum bara aftur í partýið góða. Svo röfluðum við Sóla helling við leigubílstjórann á leiðinni heim, aumingja maðurinn.
Helgin fór að mestu leyti í að versla hjá okkur en við gáfum okkur þó tíma í rómantíska ferð í Parísarhjólinu. Kvöldunum eyddum við í blaður langt fram á nótt svo það var lítið sofið og mygluð Auður sem kom í skólann á mánudaginn. Það var ansi ágætur tími, fórum í leiki og svona:) Fórum líka aftur í hrósleikinn en í þetta skipti var enginn Darren svo ég var ánægð með allt sem var sagt við mig. Enginn perraskapur í gangi núna.
Í kvöld var svo audition kvöld en Crispin var ekki þegar ég fór með mína audition, bara Justin og hann þekkir mig ekkert svo ég fékk voða lítil viðbrögð.
Kjartan var afskaplega skondinn í morgun. Áttum samræður sem voru einhvernveginn svona:
K: Ve þú varst lítil eins og Sóla þá þurftir þú að lúlla hjá Styrmi.
A: Já en mér finnst ennþá voða gott að lúlla hjá honum.
K: Þú ert Auðurinn minn og ég er strákurinn þinn.
A: Já auðvitað elskan.
K: Þú átt tvo stráka
A: Já, hverja?
K: Ég og Sindri, bróðirinn þinn. Núna er ég bróðir þinn.
A: Já þú ert alveg eins og bróðir minn.
K: Já ég er. Ve þú varst lítil, þá var ég kærastinn þinn.
A: Ekki alveg elskan
K: Þú átt voða marga stráka til að lúlla með....
Svei mér þá, veit ekki hvaðan barnið fær þessar hugmyndir.
<< Home