föstudagur, desember 03, 2004

Síðustu dagar hafa liðið í eintómri gleði, magaverkjum og ælu. Kjartan byrjaði á miðvikudagskvöldið og við hin fundum öll fyrir óþægindum í gær, þó var það bara ég sem ældi. Ég reyndi þó að sinna verkum mínum, þrifum og hugsa um Kjartan. Svo passaði ég Sæmsa líka í þrjá tíma og ég get ekki sagt að það sé skemmtilegt að skipta á tæplega 4. ára strák þegar maður er með ælupest. Að minnsta kosti ekki þegar hann hefur ákveðið að gera númer tvö og sitja á því dágóða stund og hossa sér.
Ég er allavega mun betri í dag. Veit ekki hvernig helgin fer en skilst að planið sé að gista hjá Evu á laugardagskvöldið þar sem við ætlum að klára jólagjafakaup á morgun og verðskuldum leti fyrir framan breiðtjaldið á eftir. Ég hef ekki djammað síðan einhvertíman í október en efast um að verði breyting á fyrr en næstu helgi.
Það er kominn desember og ég á ekki súkkulaðidagatal, snökt. Það var víst ekki hægt að kaupa það í endann nóvember eins og ég ætlaði að gera. Svo missi ég auðvitað af jóladagatlai sjónvarpsins og við eigum ekki aðventuljós né aðventukrans svo ég verð nákvæmlega ekkert vör við það að desember sé genginn í garð. Fyrir utan þá staðreynd að ég hef ekki séð svo mikið sem eitt snjókorn í vetur.