Það er búið að vera nóg að gera hjá mér um helgina. Á föstudaginn komu Guðrún amma Kjartans og Guðrún Diljá frænka hans. Mjög indælar báðar tvær, við fórum fjögur í Botanics og létum rigna hressilega á okkur.
Um kvöldið fórum við Áslaug til Soffíu og áttum mjög notalegt kvöld, bjór, snakk, nammi og Friends, klikkar ekki. Átum auðvitað yfir okkur. Anna Vigdís (konan sem Soffía leigir hjá) hélt hrekkjarvökupartý fyrir yngri dóttur sína og gleymdi að gefa krökkunum nammið. Það var því mikið til og auðvitað þurfti ég að smakka kökuna líka.
Á laugardaginn fór ég ein í bæinn en hitti þar bæði Soffíu og Dísu, dólaði mér þar smástund en fór svo heim aftur og í matarboð til Habbýar. Hjá Habbý var í heimsókn stúlka nokkur sem var au pair hjá henni í sumar. Perla heitir sú og er mjög viðkunnanleg, það sama er ekki hægt að segja um alla sem bera þetta nafn.
Við Perla fórum að borða nammi, horfa vídeó og drekka bjór (það er að segja ég sá um það því Perla er það ung) að matarboði loknu. Að vísu blöðruðum við svo mikið að við sáum ekki hvað myndin var um. Og að sjálfsögðu sprengdi ég mig aftur. Gat varla sofnað um kvöldið fyrir ofáti. Ég veit að Inga mín veit nákvæmleg hvað ég á við.
Í gær fórum við að skoða húsið sem Kristján og Ingibjörg ætla að kaupa. Mjög fínt hús og æðiselgt herbergi sem ég fæ:) Svo fór ég í bæinn, vildi ekki vera fyrir þegar þau fóru að sýna húsið okkar. Það komu því miður bara tveir.
Svo kom Eva loksins heim, ég var að passa hjá Habbý um kvöldið og hún kom til mín. Við átum og horfðum á DVD, skemmtum okkur mjög vel.
Nú þarf ég að fara, Kristján þarf að komast í tölvuna.
<< Home