Þegar ég vaknaði í morgun beið mín risasending frá ömmu og afa í Garðabænum, já og ekki má gleyma Oddnýju. Heilt haf af nammi og Séð og heyrt með Idolinu frá Akureyri. Alls ekki slæmt verð ég að segja, ég er mjög þakklát. Gott að vita að maður er ekki alveg gleymdur, auk þess sem allt er gert til að ég haldi öllum mínum kílóum;)
Þetta hefur verið rólyndisdagur hjá mér. Kom mér til Soffíu um fjögur. Hún var jafnvel latari en ég svo við rétt fórum út og fengum okkur pitsu og eyddum svo kvöldinu fyrir framan sjónvarpið. Lenti samt í einhverjum skrítnum gaur í strætó á leiðinni heim. Örugglega dópaður, með hatt og hélt á stórum myndaramma með fullt ljósmyndum í. Hann settist fyrir aftan mig í strætó og teygði höndina yfir í sætið við hliðina á mér, ég var öll á nálum og flýtti mér út fyrr en ég átti að gera. Gaurinn elti mig bara, hafði það á tilfinningunni að hann myndi gera eitthvað svona og hljóp smá spotta. Þegar hann fór að hlaupa á eftir mér dró ég upp skæri (sem ég er óvart með í töskunni, fékk þau lánuð hjá Habbý til að klippa toppinn. Ég var því tilbúin að mæta gaurnum en hann missti rammann sinn og ljósmyndirnar fóru út um allt. Hann tók myndirnar fram yfir mig og lét sér nægja að kalla á eftir mér. Ég gekk hinsvegar heim vopnuð skærum allan tímann.
Yfir í aðra sálma. Ég horfði á Pirats of the Carabian í gær. Þegar Johhny nokkur Depp kom á skjáinn með þessar dásamlegu hreyfingar brá mér heldur en ekki í brún. Ég sá fyrir mér stúlku nokkra í bleikum, virkilega ljótum kjól með hvítmálað andlit og rauðar kinnar. Einnig heyrði ég fyrir mér drafandi rödd stúlkunnar segja "Ég á enga peninga." Já Sessý mín, enda viðurkenndir þú fyrir mér að þú hafir notað Jack Sparrow til að túlka drukknu hóruna í Sweeney Todd:)
Það getur verið að tímabreytingin verði í nótt. Soffía heldur það að minnsta kosti, veit það ekki með vissu. Þá verður tíminn hér sá sami og á Íslandi, gott mál. Svo er opið hús aftur á morgun, ég hugsa að ég forði mér bara á meðan.
<< Home