Ég hef nánast ekkert komist í tölvu og því lítið getað uppfært þessa síðu. Hef nóg fyrir stafni og í þau fáu skipti sem ég er heima er tölvan oftar en ekki upptekin.
Á miðvikudagskvöldið var ég ein heima, (jihú) og ég bauð Evu í heimsókn. Við höfðum hugsað okkur að elda eitthvað en afraksturinn varð pöntuð pitsa, hehe. Svo gláptum við bara á sjónvarpið og létum eins og bavíanar, nutum þess í botn að vera einar heima.
Fimmtudeginum verður ekki lýst hér, því þá gerðist atburður sem er það merkilegur að annað kemst ekki að. Ég hef fyrir því öruggar heimildir að álfakóngurinn hafi skilað hringnum til stúlkunnar. Ekki veit ég hvernig hann fór að því en ég skila til hans bestu kveðjum og þakklæti frá stúlkunni.
Á föstudaginn var hinn vanalegi þrifdagur. Eitthvað gekk nú illa að ljúka þrifunum því ég þurfti að þrífa um 7 stk rúllugardínur líka. Og það tók allt tímann sinn og fór mikið í mínar fínu taugar. Ég náði þó pirringnum úr mér og hélt til Evu, vopnuð sæng. Hún bauð mér nefninlega í mat og gistingu og við höfðum það bara mjög kósí. Og þar sem hún hefur heila hæð útaf fyrir sig, svaf ég út:)
Laugardeginum eyddum við Eva í að kaupa jólagjafir, ég keypti reyndar bara eina gjöf og svo föt og snyrtivörur fyrir mig. Ég uppgötvaði mér til skelfingar að ég væri að verða peningalaus eftir þessa búðarferð. Ég sem fékk útborgað á föstudaginn, ákvað snarlega að fresta frekari gjafakaupum.
Um kvöldið vorum við boðnar til Dísu, ásamt Malenu, Johonnu og Áslaugu. Þegar allir voru komnir í stuð héldum við út á lífið, Dísa og Áslaug fóru á einhvern dýran stað en við hinar fátæku á ódýran. Skemmtum okkur mjög vel og hittum fullt af afar ómyndarlegum karlmönnum sem náðu mér ekki upp á öxl, spennandi!
Ég vaknaði eiturhress í morgun og fékk mér íslenskt súkkulaði í morgunmat. Takk fyrir mig far, mor og Si. Í kvöld stefni ég í bíó með Soffíu, Malenu og Johanna. Svo er það bara skóli á morgun og hinn, aber ja.
<< Home