Vonbrigði dagsins eru sú að skólinn byrjar ekki fyrr en í næstu viku. Það er nú þyngra en tárum taki að bíða svo lengi þegar maður hefur hlakkað svona til. Svo ég tali nú ekki um allan undirbúninginn, hárlitun og fleira.
Ég byrjaði daginn vel, á hressandi sundferð í líkamsræktarstöðinni minni. Allt önnur aðstaða þar en í lauginni sem ég fór í um daginn. Þarna var meira segja heitur pottur sem ég skellti mér vitanlega í. Ég saknaði þó Ingu minnar sárt, sundfélaga með meiru. Þó lít ég alltaf á björtu hliðarnar og get því sagt að ég saknaði Húberts ekki hið minnsta. Talandi um Húbert, ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að setja dönskumyndirnar á ferilskrána fyrir leiklistarskólann. Þarna var vissulega um mikinn leiksigur að ræða, þó ég segi sjálf frá;)
Við Kjartan keyptum blóm í dag þar sem Ingibjörg á afmæli. Þau hjónin skelltu sér út að borða svo við Kjartan pöntuðum okkur pitsu. Svo reyndi ég að svæfa hann yfir sögu af risaeðlum sem honum fannst alltof spennandi. Því breytti ég sögunni og gerði hana eins þrautleiðinlega og ég gat, viti menn, barnið sofnaði nánast samstundis.
Nú er ég að hugsa um að fara að háma í mig þrista sem ég fékk senda frá Mimma í dag, mikil gleði í gangi.
<< Home