Ég er ekki viss um að hinn nýji lífstíll, ræktin eigi við mig. það lítur út fyrir það að ég sé tognuð í lærinu og hnén eru ónothæf, ætli maður sé ekki að verða gamall.
Síðustu tveir dagar hafa verið mjög viðburðarlitlir. Sofa borða, ræktin, Kjartan og því ætla ég ekki að þreyta neinn með lýsingum á því. Þó er von á breytingum, (eins og segir alltaf í stjörnuspám) ég mun halda út á lífið á fimmtudagskvöld, vopnuð Soffíu, Evu og Richard. Við ætlum á Bandiogi sem er karókíbar. Það skemmtilega við hann er að það er lifandi tónlist undir. Húsbandið sér um tónlistina og allir að syngja.
Heima á Íslandi er auðvitað allt í volæði. Svo vill fara þegar mikilvægar manneskjur flytja úr landi. Kennaraverkfallið lítur út fyrir að vera óleysanlegt og vekur það mikinn fögnuð hjá krökkunum. Tengdó og Hildigunnur eru þó ekki eins ánægðar, nú þurfa þær að gera það sama og ég, vera heimavinnandi húsmæður. Munurinn er bara sá að þær fá ekki laun. Svona getur lífið verið erfitt.
Því miður er veðrið farið að versna, það er svo hvasst að ég varð að setja upp húfu í dag. Skotarnir góndu á mig þar sem ég gekk um með húfuna, þeir vita nefninlega ekki hvað hlý föt eru. Þegar veðrið er vont halda þeir sig innandyra. Undarlegt fólk, Skotarnir...
<< Home