Í dag var ég kynnt fyrir alvöru glæpamanni. Örugglega í fyrsta skipti sem ég tek í höndina á einum slíkum. Maður þessi er aðalkrimmi Íslands, nefninlega Sveinbjörn, höfuðpaurinn í Landsbankamálinu. Ef ég hefði mátt ráða hefði hann heitið einhverju illilegu nafni, eins og ég skírði glæpamennina í sögunum sem ég samdi fyrir 10 árum. Ég man ég var sérstaklega ánægð með nafnið Steingrímur Oddson, þvílíkt illmenni sem maður með svona nafn hlaut að vera.
Gerðist svo fræg að byrja í ræktinni í dag, risastórt gímald með sundlaug og allt saman. Gerði mig ekki að miklu fífli (held ég) þó veit ég ekki hvað ég fór langt á hlaupabrettinu, mílur, hver kann á þær? Í ræktinni er líka setustofa þar sem hægt er að fá sér að borða og ég fékk mér nýkreistan appelsínusafa, þvílík dásemd, (sleiki út um)
Seinni partur dagsins fór svo í að passa fyrir Habbý og Simon, enda eru það þau sem borga ræktarkortið fyrir mig. Þurfti reyndar ekki að passa Helgu en Sæmsi Palli og Kjartan voru nógu erfiðir saman. Sæmsi Palli er enn með bleyju og hann var vitanlega búinn að gera númer tvö og neitaði alveg að leyfa mér að skipta um bleyju. Þegar húsið var farið að anga óþyrmilega tók ég til minna ráða og tók drenginn úr bleyjunni. Hann hljóp í burtu áður en ég náði að þrífa hann og allt fór út um allt. Ég er nú ýmsu vön, en úffff... Það þurfti að þrífa allt.
Á morgun þarf ég að passa Sæmsa, Kjartan og Helgu, Habbý benti mér á að hafa þau í bandi.. Hlakka til!
<< Home