sunnudagur, september 05, 2004

Helgin er satt að segja bara búin að vera ágæt. Laugardagurinn fór að vísu í mest lítið. Vaknaði snemma. Það er ekki mikill svefnfriður með einn þriggja ára á heimilinu. Fór svo í bæinn með Evu, annari íslensku au pair stelpunni. Það var nú lítið keypt og að sjálfsögðu eyddi ég deginum aðallega fyrir framan tölvuna þar sem, eins og vanalega, voru örfáir á msn. Það kætir mig sannarlega ekki, en þó gat ég átt ágætis samræður við afa og Rottuskott. (Hina virðulegu kennslukonu, Hildigunni)
Ég og Hill reyndum að átta okkur á því hvar best væri að hittast í London, hmmm, hef á tilfinningunni að eitthvað skrautlegt sé í vændum. Mun ég hér alfarið kenna Hildigunni um, ég meina, hver týndist með mér í Frakklandi? Einmitt! Reyndar var Lilja með líka, sælla minninga, hún fékk allar skammirnar frá hinni elskulegu Veronique.

Ég fór ekkert út í gærkvöldi, var alveg dauðþreytt, horfði bara á Dvd með "familíunni", hver stenst það þegar einn þriggja ára situr í fanginu hjá manni að hafa kósí time eins og hann segir alltaf. Meira að segja versta skass myndi bráðna, Hildigunnur, afhverju heldur þú að þessu sé beint til þín?
Ég er ekki nógu sátt með þessa vini mína. Sendi sms til ansi margra með númerinu mínu nýja og fékk um þrjú svör til baka. Taki þeir til sín sem eiga. Deginum í dag var svo eitt í verslunar og skoðunarferð með Soffíu og við skemmtum okkur hið besta. Í kvöld kíktum við svo á flugeldashowið sem var allt öðru vísi en ég er vön. Sígild tónlist og rómantískir flugeldar í takt. Mjög sniðugt og öðruvísi, á eftir fóru ég, Eva og Richard (vinur Soffíu) á Vodka bar þar sem ég var sú eina sem ekki fékk sér vodka. Svona er það nú bara. Hittum því miður ekki sænsku stelpurnar, það voru svo margir á götunum að það hefði ekki verið hægt að finna þær.
Geisp.... Best að koma sér í rúmið.