laugardagur, september 04, 2004

Þá er ég búin að taka fyrsta skrefið að því að eignast vini. Fór út að borða í gær og það gekk bara mjög vel, auðvitað svolítið vandræðalegt fyrst. Þegar enginn þekkir neinn koma svona óþægilegar þagnir og vandræðaleg bros, en svo smá saman lagaðist það. Fórum svo á djammið á eftir þar sem varð óþægilega augljóst hvað breskir karlmenn eru almennt ómyndarlegir! Langt frá því að ég sé í karlmannshugleiðingum en það er óneitanlega pirrandi að þurfa að tala við ófríða Breta á fertugsaldri sem halda að þeir eigi séns.

Ég kynntist íslensku stelpunum ágætlega, ætlum saman að versla á eftir en þær tvær sænaku voru svolítið út úr. Ég spjallaði samt við þær, þær eru mjög fínar, bara svolítið feimnar. Þær ætla að koma með á flugeldasýninguna á sunnudaginn. Það verður mjög gaman. Aðal tilhlökkunarefni vikunnar er samt það að ég mun hitta Hildigunni í London. Ætlaði að hitta hana á laugardagskvöldi og gera eitthvað gaman en þarf að passa. Hill ætlar að vera svo elskuleg að hitta mig á sunnudagsmorgni í staðinn og eyða honum með mér.
Jæja verð að hætta, O.C. er að byrja.