Ógn og skelfing. Ég eins og flestir fjórðubekkingar staulaðist um skólann í dag. Ástæðan var hið dásamlega hlaupapróf sem við vorum neydd í á miðvikudaginn í frosti og hálku. Segi ég farir mínar ekki sléttar úr þessu prófi og reikna ég með slæmri íþróttaeinkunn í vor. Þó get ég ekki verið sammála minni elskuðu Hildigunni sem telur að íþróttir séu fyrir kerlingar og aumingja en nota tækifærið til að lýsa því yfir að það er einmitt skoðun mín á blaki.
Við stelpurnar ætlum loks að hittast í kvöld, ég var farin að hafa áhyggjur af vinahópnum. Enginn tími hefur verið til að hittast sökum anna og enginn man lengur hvenær við skruppum síðast út á lífið. Það á sumsé aldeilis að bæta úr þessu í kvöld þar sem við ætlum að spila Party & co og vona ég að enginn muni slasast alvarlega. Einnig var Hildigunnur blessunin að röfla e-ð um innflutningspartý í dag og mun ég minna hana á það með reglulegu millibili út næstu viku.
Ég er með næturgest í nótt sem er hún Iva litla en svo ætlar hún að yfirgefa mig á morgun og fara til útlanda eins og allir aðrir. Sem minnir mig á að Brynja mín elskuleg sendi mér póst í dag. Þakka þér fyrir Brynjan mín sæta og farðu svo að koma þér heim!
<< Home