miðvikudagur, maí 21, 2003

Þessa stundina er ég afskaplega svöng en það er ekkert til að borða á heimili mínu. Foreldrar nútímans vinna of mikið, þeir eru það uppteknir að þeir hafa ekki einu sinni tíma til að gefa svöngum afkvæmum sínum að borða. Sorglegt. Nú er eiginlega bara einn dagur eftir af skólanum fyrir utan prófin auðvitað. Ég get ekki beðið eftir að komast í sumarfrí, ef frí skyldi kalla. Það er ekki eins og maður byrji ekki að vinna daginn eftir prófin. Eða haldi áfram öllu heldur. Eftir sumarið verð ég líklega orðin svo forheimsk af því að vinna á kassa allan daginn að ég verð rekin úr skólanum með skömm. Það er svo erfitt að vera ungt fólk í dag.

Í gær vorum við Lilja að gera fyrirlestur í íslensku um höfundinn Diddu. Þótti okkur hún æði klámfengin og ekki laust við að sakleysi okkar hafi verið ógnað, þvílíkar voru skriftir þessarar konu.
Um kvöldið komu svo Hildigunnur og Brynja í heimsókn til að hressa mig við og kíkja í fataskápinn minn. Eitthvað fundu þær nú þar, ekkert skil ég nú í því. Brynja sýndi mér með stolti pils sem hún hafði verið að ljúka við að sauma. Í öngum mínum stóð ég og vissi ekkert hvað ég átti að segja því þetta var það ljótasta sem ég hef séð. Pilsið var framsóknargrænt, náði ekki niður á mið læri, skakkt og eh, ekkert afskaplega vel saumað (Sorrí Brynja, ekki þín sterkasta hlið) Er ég hafði staðið gapandi um stund útskýrði Brynja fyrir mér að þetta væri fyrir klappstýruhlutverkið hennar þegar hún færi að dimmitera. Mér létti mjög og gat létt á hjarta mínu, eftir að hafa úthúðað pilsinu dágóða stund og ýmsu öðru í leiðinni lá leið okkar á Amour en þangað hafði ég ekki komið í heila viku. Það var vitnalega hin mesta skemmtun en við Hildí erum víst að fara í sund þannig að ég fer ekki nánar út í það.