föstudagur, mars 14, 2003

Er enn að reyna að jafna mig á gærkvöldinu. Hrönn og Svanhildur drógu mig með sér á stefnumótakvöld MA og VMA þar sem maður borgaði fyrir að sjá nokkra valinkunna einstaklinga gera sig að fífli. Mjög skemmtilegt og fróðlegt allt saman, kynnarnir voru alveg skelfilegir og spurningarnar frekar langdregnar og leiðinlegar. Ótrúlegt að fólk láti plata sig út í svona Djúpu laugar dæmi.
Hápunktur kvöldsins var auðvitað þegar atriði úr Chicago var sýnt. Lugure var auðvitað langflottust og stóð sig mjög vel en ég hafði örlitlar áhyggjur að allt ætlaði upp úr búningnum hennar. Það varð þó ekki (strákunum til vonbrigða).
Í vinnunni í gær gerðist hreint ekkert merkilegt, ótrúlegt hvað maður venst því hvað fólk er dónalegt. Ég hef lært að taka öllu með frosnu tannkremsbrosi á vör og er reyndar hrædd um að festast bráðum í hlutverki vitlausu kassadömunnar og það eina sem kemur upp úr mér verði "Góðan daginn, má bjóða þér poka, takk, sömuleiðis takk. o.s.frv." Ekki má gleyma frosna brosinu sem gerir gæfumuninn.

Hill er etwas ósátt við það að ég sé að skýra frá rykinu á heimili hennar. Því tók hún kast þegar ég kom í heimsókn um daginn og hljóp um húsið með tuskuna á lofti. Þess má geta að þetta gerist aðeins einu sinni á ári. Einnig bakaði hún bollur sem ég ætlaði varla að þora að smakka en þó lét ég undan er hún horfði á mig augnaráði sármóðgaðrar 19 ára kvensniftar. Mér til undrunar voru þetta hinar bestu bollur en til að hrósa Hildigunni ekki of mikið má benda á að þær eru ekki hannaðar fyrir stráka. Þegar Kalli fékk sér bollu kafnaði hann næstum, Hildigunnur brást við með því að rétta honum mjólk sem var útrunnin fyrir mánuði og gekk það endanlega fram af drengnum.

Sigrún mætti í dag og því var ekki frí í einum einasta tíma hjá mér. Það var skelfilegt, það ætti að vera í landslögum að það væri amk. frí í einum tíma á hverjum degi. Að vísu töluðum við bara um Þýskalandsferðina í þýskutímanum og er komið í ljós að maður þarf að taka með sér dágóða fúlgu til að fjármagna þessa eh menningarferð.
Stelpurnar ætlað djamma um helgina, ég og Soffía hinsvegar erum ábyrgðafullar ungar konur og verðum að sinna okkar krefjandi vinnu meðan stelpurnar verða útúrdrukknar niður í bæ að reyna að taka karlpeninginn á löpp. Sögur herma að Brynja sé sérstaklega kræf í þeim efnum. Ég vissi að það kynni ekki góðri lukku að stýra að við Inga yrðum tvítugar, það ýtir undir áfengislöngunina hjá stelpunum um leið og það gerir okkur Ger að lögbrjótum því stelpurnar eru nú bara 19.