föstudagur, febrúar 21, 2003

Ég er í eyðu. Svo virðist sem stjórnendum þessa skóla hafi verið algjörlega ómögulegt að búa til heilsteyptar stundatöflur þetta árið. Algjörlega óskiljanlegt. Annars var ég í stjórnmálafræði og viti menn það var bara ekkert svo hræðilegt. Auðvitað var leiðinlegt að reyna að finna staðreyndir um hagnað Kárahnjúkavirkjunnar sem Landsvirkjun hefur spunnið upp en samstarfið gekk bara vel í dag. Enda er ég einkar þolinmóð manneskja með ljúfa lund.

Í gær fórum við gellerne svo með Ingu til að sjá hana gangast undir manndómsvígslu sína og einnig til að njóta góðs af aldri hennar. Ég og Inga reyndar stilltum okkar innkaupum í hóf sökum aldurs og þroska en hið sama er ekki að segja um Hildí , Soffíu og Brynju. Vegna þeirra var Inga með fulla körfu og miðaldra maður góndi á hana og sagði svo skelfingu lostinn "Ætlið þið að drekka þetta allt svona ungar." Við svöruðum einhverju gáfulegu og afgreiðslukonan tjáði okkur að þetta hefði verið öðruvísi á hennar yngri árum. "Þá var ekkert nema vodka, seisei já."
Eftir þessa ágætu ferð fór ég í vinnuna og mér til undrunar fékk ég engin undarleg augnaráð né var ég tekin eintali. Það fór meira segja svo að ég fékk að fara fyrr heim sem ekki hefur gerst mánuðum saman. Þvílík sæla. Það skemmdi ekki einusinn gleði mína að ég fékk einn perraviðskiptavin, sílspikaðan á fertugsaldri sem brosti smjaðursllega og starði á mig allan tíman meðan ég afgreiddi hann í eins miklum flýti og ég gat. Spurning hvort maður sé orðin parónojd.
Gærkvöldið endaði svo á Amour þar sem til umræðu var afmæli okkar Ingu svona til tilbreytingar. Kalli var eitthvað að velta fyrir hvað hann ætti að spila en þó gat hann lítið spjallað þar sem vinur okkar Kaninn með hattinn var mættur. Við höfum nú komist að því að maðurinn er rithöfundur sem býr á einhverju gistiheimili hér í bæ og er fastagestur á Amour. Eitthvað virðist maðurinn spenntur fyrir Kalla en Hildigunnur vill trúa að þetta sé einmanna sál í leit að vini.
Best að koma sér heim að eta víst maður er fastur í þessum eyðum. Urrr.