Í dag ákvað ég að skrópa í stjórnmálafræði. Ég vaknaði og þá var rödd í höfði mér sem hvatti mig til að láta tímann framhjá mér fara. Maður skyldi halda að ástæðan væri leti en nei, ó nei. Ástæðan var sú að ég taldi mér ekki fært að mæta vegna þess að skoðanir eru skiptar í hópnum sem mér var plantað í. Aðallega á ég í miklum samstarförðuleikum við ónefndan bekkjarfélaga sem lét hinar ýmsustu setningar frá sér fara í síðasta tíma. Dæmi: "Já en eru Sjálfstæðismenn ekki gáfaðri en aðrir. Ég meina því þeir eiga meiri pening. Þú veist ég held að Kárahnjúkavirkjun sé málið víst að Sjálfstæðisflokkurinn segir það." Ég hélt ég myndi algerlega missa stjórn á skapi mínu en svona er þjóðfélagið í dag allir hugsa um sjálfan sig og þar verður ekki breyting á meðan fólk eins og þessi ónefndi bekkjarfélagi eru tiil staðar.
Ég mætti því í frönsku í morgun í algjörlega tilgangslausan tíma eins og svo oft áður. Ég gerðist svo kræf að fá leyfi til að sleppa næsta frönskutíma til að fara í fjölmiðlafræði. Þvílík sæla. Það hefði samt einnig verið gaman að sjá svipinn á monsieur fransklærer þegar hann sá að ég var stungin af en ég fæ þó þá ánægju að skýra honum frá því að ég sé með leyfilega fjarvist í 2x tíma á viku hjá honum.
Í dag fer ég svo að vinna. Ég hef beðið spennt eftir uppsagnarbréfi eftir síðustu skrif mín af vinnunni en það hefur ekki komið ennþá. Kannski kunna þau ekki við að reka mig nema í eigin persónu.
Í gær bökuðum við Inga handa bekkjarfélögunum og ætlum við að koma með köku handa þeim eftir hádegi. Við ætluðum að gera það í ensku en okkur til skelfingar er Hrefna veik og því er ég í þriggja klukkutíma eyðu. Annars erum við Ger að leggja lokahöndina á afmælisundirbúninginn og ekki laust við að það sé farið að gæta spennings hjá veislugestum sem og veisluhöldurum.
<< Home