fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Þá er skólinn byrjaður aftur mér til mikillar gleði. Ég ætla að taka Hildigunni mér til fyrirmyndar eins og oft áður og tileinka mér mikla jákvæðni og einlægan námsáhuga á þessari önn. Jafnframt mun ég mæta óaðfinnanlega, fylgjast með af brennandi ákafa í tímum og stunda heimavinnu af kappi. Þessa fyrstu skólaviku hef ég fylgt þessum markmiðum að miklu leyti, spurning þetta með að fylgjast með í tímum samt.
Þó var ekki einleikið að fá sínu fram á þeassri ágætu vorönn. Ákveðin tungumálakennari er ekki sáttur við að ég taki fjölmiðlafræði í stað tungumáls sem hann kennir og fleiri kennarar hafa verið neikvæðir. Ef þeir af einhverjum ástæðum slysast til að lesa þessar línur hef ég þetta að segja: "Vinsamlegast hættið að skipta ykkur af því sem kemur ykkur ekki við, þetta er það sem ÉG vil gera og ef ykkur líkar það ekki megið þið..." Ég held ég hafi ekki fleiri orð um þetta svo ég verði ekki tekin á teppið.

Eftir prófin hef ég hafið aftur hlutverk mitt sem heilalaus kassadama í ákveðinni verslun hér í bæ. Þar sem ég er afar þolinmóð manneskja veitist þetta mér einkar ánægjulegt starf. Aldrei hefur mig langað að fara ófögrum orðum yfir neitt tengt vinnunni og tel ég þetta afskaplega gefandi starf.
Sem betur fer á ég frí um helgina og aldrei að vita nema farið verði á Jet black Joe annað kvöld.
Svo er handboltinn að byrja aftur eftir sex vikna hlé ( vegna HM sem ekki verður talað meira um sökum þess að spá mín gekk ekki eftir) og mun ég vonast til að geta farið að sjá mína menn, en sökum vinnu hef ég ekkert komist á þessu tímabili.

Dagurinn í dag hefur verið hreint ágætur (engin þýska, ótrúlegt) og svo var frí í 2x ensku vegna bágs heilsufars Hrefnu og þótti bekknum það miður. Í stað þess að sofa í 4. tíma eyðunni fórum við Inga í ræktina af einskærum dugnaði. Eftir það fór ég svo í bakaríið með Ragnheiði og fengum við okkur sérrétt systrana það er að segja pitsuna okkar. Aumingja stúlkan sem afgreiddi okkur hélt á kortinu mínu og hafði ekki hugmynd um hvor okkar ætti það, ekki í fyrsta skipti sem það gerist.
Hildigunnur var með einhverjar hugmyndi í sambandi við kvöldið og aldrei að vita nema maður bralli eitthvað með stelpunum. En fyrst af öllu er það heimanámið ef fylgja á göfugum markmiðum.