Það skyldi þó aldrei fara svo að ég byrjaði að blogga. Til að standast kröfur nútímasamfélags er nauðsynlegt að blogga þó er tölvukunnátta mín frekar léleg, mun verri en flestar nútímakonur geta státað af. Það var samt lítið annað að gera fyrir mig í kvöld en blogga þar sem allir eru á fyllerí. Stelpurnar líklega sauðdrukknar á þorrablótinu og Reginn í Sjallanum. Ég var þó dugleg að læra í dag í hinum yndislegu stærðfræðum. Mikið myndi ég banna þetta fag ef ég gæti og sérstaklega stærðfræðikennara. Leiðinlegur þjóðflokkur sem réttast væri að útrýma. Ég ætti kannski að uppfæra þessa hugmynd við Emma, að hans mati er nauðsynlegt að útrýma flestum af þessum menntaköllum
Hugsanir Auðar
Þeir sem kunna að meta hið skrifaða orð eru þeir sem kunna að meta hina sönnu list.
<< Home