Jæja þá eru ekki nema nokkrar stundir þar til ég reikna síðustu stærðfræðidæmin í mínu lífi. (Vonandi) Það er líka kominn tími til. Þessir stærðfræðireikningar virðast ekki mjög góðir fyrir heilann. Í dag fór Hanna bekkjarsystir heim í hádeginu og ætlaði að elda sér pasta. Hún var svo úrvinda eftir öll heilabrotin að hún sofnaði á meðan. Því betur er lyktarskynið hennar enn í góðu lagi svo hún vaknaði áður en það kviknaði í húsinu en potturinn er víst nánast ónothæfur.
Á morgun er svo áframhaldandi HM og við í ágætis milliriðli, ég spái okkur í fjögra liða úrslit og það er eins gott að það gangi eftir. Sjáum hvað setur.
<< Home