Tveir "frábærir" dagar í röð. Hef ekki gert annað en læra stærðfræði síðustu daga. Í nótt dreymdi mig stórt og illgjarnt x. Ég get ekki beðið eftir að þessu ljúki, tveir dagar í próf og svo búið. Þá er ég að hugsa um að feta í fótspor Hildigunnar vinkonu minnar og banna algjörlega allt sem viðkemur stærðfræði nálægt mér.
Stelpurnar stungu af til Reykjavíkur í gær, ég á því enn eftir að heyra sögurnar af þorrablótinu ógurlega. En mig grunar að þær hafi verið ansi skrautlegar og þá sérstaklega Soffía. En það kemur að því að ég fái minn skammt af skemmtunum. Við stærðfræðistelpurnar ætlum að fagna próflokum almennilega og það á eftir að verða svo gaman hjá okkur.
Ætli það sé ekki best að fara að halla sér ef maður á að nenna að vakna sjö í fyrramálið og læra.
<< Home