Í dag hringdi ég alla leið til Danmerkur. Spjallaði við Svövu í allavega klukkutíma þökk sé þessu heimsfrelsisdóti sem ég keypti í Hagkaup. Ég er sumsé að reyna að skipuleggja væntanlega Danmerkurferð og það er aldrei að vita nema maður skelli sér á Hróarskeldu..
Gærkvöldið var hreint ágætt, ég, Brynja, Lilja og Heiða sátum á Amour í þrjá klukkutíma og borðuðum doritos og drukkum gos með diet klökum. Maður verður jú að hugsa um línurnar. Á Amour komu svo eitthvað af MA-ingum og fyrrum MA-ingum, þar á meðal Reginn sem kom til að kveðja. Ákvað hann að halda á vit spillingarinnar í höfuðborginni í dag.
Annars töpuðum við í Morfis sem er alveg grátlegt, mér skilst að FG-ingar hafi verið fullir (það er að segja stuðningsliðið þeirra) og eitthvað hafi verið gruggugt við úrslitin. Enda áttum við ræðumann kvölsdins, Emmi er víst mjög ósáttur og er að hugsa um að skjóta einhvern held ég.
Ég fór og kíkti á Þórsarana áðan, þetta var mjög skemmtilegur leikur, við vorum yfir allan tímann og svo voru allir að rífast svo mikið að ég bjóst við að dómarinn yrði fyrir árás. Svo varð ekki og við unnum ÍR með þriggja marka mun þrátt fyrir að þeir hafi verið í öðru sæti deildarinnar. Það var reyndar ekki eins gaman að Manchester skyldi bara gera jafntefli við nágranna sína en alveg viðunandi að Newcastle gerði jafntefli við Arsenal. Ágætis dagur hjá mínum liðum.
<< Home