Þvílík helgi! Og þá meina ég ekki að það hafi verið gaman. Um helgina var ég að vinna. Í vinnunni gerðist meðal annars þetta: Tveir gamlir og viðbjóðslegir kallar voru að atast í mér. Í fyrra skiptið var ég í hlutverki kerrutæknis (orð sem fundið var upp yfir kerrukrakka) og spurði einhvern karl hvort ég mætti taka kerru sem var nálægt honum. Kallinn leit á mig með glampa í augum og sagði "Já vænan og þú mátt gjarnan keyra mig í henni og svo getum við.." Hann sagði ekki meira en glotti ógurlega.Í huganum var ég búin að slá hann í gólfið og segja honum til syndana en mér tókst á undraverðan hátt að stöðva hnefann sem var komin á loft (Fyrsta reglan sem maður lærir sem heilalaus kassadama er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Því tókst mér með herkjum að brosa framan í kallinn og hlaupa burt með kerruna en reyndar skyldi ég kallinn eftir. Síðara skiptið var jafnvel enn verra. Ég var í hlutverki kassadömu og var að afgreiða. Til mín kom gamall kall með neftóbakstaumana lekandi niður eftir andlitinu, hárið var skítugt og það litla sem var eftir af því stóð upp í loftið. Hann keypti nokkrar neftóbaksdósir og þegar ég ætlaði að láta hann fá þær sagði hann eitthvað lágum rómi. Ég hélt að hann ætlaði að kaupa eitthvað meira og hallaði mér nær til að heyra hvað hann var að segja. Þá greip hann um háls mér með skítugum lúkunum og sagði "Flottir eyrnalokkar, má ég snerta þá" svo glotti hann svo skein í gular, brotnar tennurnar og mér lá við yfirliði af andremmu og uppköstum af neftóbakstaumunum sem nú voru farnir að leka upp í munninn á honum. Í huganum var ég búin að sparka hann niður, trampa ofan á honum og öskra á hann að láta mig í friði. Ég gerði ekkert svoleiðis, en í þetta skiptið var ótrúlega erfitt að fara eftir reglunni viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Þann lærdóm sem hægt er að draga af þessu er að heilalaus kassadama virkar sem segull á gamla perrakalla. Því mun meiri ástæða fyrir mig til að skipta um vinnu.
Já svo var júróvísjon í gær. Voða lítið um það að segja nema það var ömurlegt. Ekkert fór eins og ég vildi. Og miss "ég stend eins og ég sé með hest í klofinu".is fer í stóru keppnina. En þetta var val þjóðarinnar, stundum er ég alls ekki viss um að ég sé Íslendingur. Eftir júró kíkti ég í heilalaust kassastarfsmannapartý sem var alveg laust við menningarlegar samræður. Ég fylltist skelfingu og fór að velta fyrir mér hvort vinnufélagar mínir séu ekki að leika þegar þeir eru í vinnunni..
Annars fékk Brynja snilldarhugmynd um daginn. Við stelpurnar höfðum verið að spila party & co (já ég vann) fyrr um kvöldið og fórum svo á Amour til tilbreytingar. Þá datt náttúrufræðibrautargellunni í hug að við myndum þróa svokallað diet duft. Auðvitað yrði þetta bara eitthvað duft, til dæmis súra duftið sem maður fékk sér á nammidögum þegar maður var lítill. En þetta snýst allt um markaðssetningu og við myndum auglýsa þetta þannig að þú mættir strá þessu yfir allt sem þú borðar og drekkur. Að hugsa sér, með því væri hægt að fá sér diet hamborgara og diet pitsu. Allar kellingarnar sem eru í megrun myndu kaupa duftið eins og skot og við myndum selja það dýrum dómum. Að hugsa sér hvað Brynja er sniðug ég sé fram á að vera orðin rík um leið og duftið kemur á markað..
<< Home