Ég var að koma úr sundi. Ákaflega skemmtilegir tímar sem ég hef unun af að mæta í. Ég lenti í smá rökræðum við Lilju sem að vildi meina að ég hafi svindlað. En það gerði ég reyndar ekki aldrei þessu vant, heldur synti allar tólf ferðirnar. Annars hefur þetta verið hinn ágætasti dagur, Sigrún veik þannig það var frí í fyrstu tímunum hjá mér og svo var hann Örn Þór víst andvaka í nótt blessaður og datt honum þá í hug að fara með okkur til London, Parísar og Barcelona í 4. bekk. Ekki kvarta ég. Samt var tíminn í Stjórnmálafræði í morgun enn og aftur til þess að ég fór að velta fyrir mér hvað ég væri að gera í þessum áfanga. Að vísu komum við ekki nálægt fartölvunum núna en við vorum að glósa og þvílík steypa. Inga og Hildigunnur lögðu sig, Lilja las í ensku bók meðan ég sökkti mér niður í Sjálfstætt fólk. Ef Þorlákur les þessar línur af einhverjum ástæðum þá er þetta að sjálfsögðu bara skáldskapur.
Í gærkvöldi bauð ég Hrönnsu og Lilju í heimsókn. Við horfðum á Fríðu og dýrið á DVD átum tvo popppoka og drukkum tvo lítra af kóki. Eftir það var Hrönn afskaplega illt í maganum því hún gat ekki ropað, við Lilja fundum vitanlega til með henni og fórum að dreifa huga hennar en við það fóru samræðurnar úr böndunum og við enduðum á að búa til fyrirtaks sokkaauglýsingu fyrir Rúmfatalagerinn. Við myndum græða töluvert á þessari hugmynd held ég..
En best að drífa sig í tíma, það er aldrei að vita nema maður gerist menningarlegur í dag og fari í bíó með stelpuskjátunum.
<< Home